Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.
Höfundur
Einar Sigurðsson í Eydölum

Útgáfa

2015
Ljóð

Einar Sigurðsson fæddist árið 1538, sonur prestshjónanna Guðrúnar Finnbogadóttur og Sigurðar Þorsteinssonar á Hrauni í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Hann átti eftir að lifa langa og viðburðaríka ævi á þeim miklu umbrotatímum sem framundan voru í íslensku þjóðlífi. Langþekktasta kvæði Einars er Kvæði af stallinum Kristí sem kallast vöggukvæði. Kvæðið er sungið sem jólasálmur og oft kennt við upphafslínu sína: Nóttin var sú ágæt ein. Það er alls 29 erindi. Kvæðið er þrungið ást og umhyggju fyrir litla Jesúbarninu sem liggur í lágum stalli, allslaus og varnarlaus eins og öll nýfædd börn. Það er freistandi að hugsa sér að Einar hafi ort það við vöggu eins af sínum mörgu börnum og raulað það við þau.

Valmynd

Hljóðbók
Valin ljóð eftir Einar Sigurðsson í Eydölum

Lengd : 00:10

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:10