Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.
Höfundur
Catherine Louisa Pirkis

Rafbækur

Útgáfa

2015
Bækur á ensku

Sögur Catherine Louisa Pirkis um kvenspæjarann Loveday Brooke birtust fyrst í tímaritinu Ludgate Magazine á árunum 1893 og 1894, en síðasta sagan Missing birtist ekki á prenti fyrr en eftir lát hennar. Loveday Brooke var ólík öllum kvenspæjurum sem þá þekktust og raunar algjör andstæða þeirra. Fram að því höfðu allir kvenspæjarar verið forkunnar fríðar yngismeyjar sem stjórnuðust af óheftum tilfinningum og höfðu ráð undir hverju rifi, en Loveday Brooke var skrifuð meira í anda karlspæjara frá þeim tíma. Lýsing höfundarins á Loveday Brooke í fyrstu sögunni sýnir þennan mun á margan hátt vel: „Hún var ekki hávaxin, hún var ekki lágvaxin, hún var ekki dökk yfirlitum né heldur var hún ljós; hún var hvorki falleg eða ljót; hún var næsta litlaus með öllu.“ Hér er augljóslega ekki verið að hampa útliti hetjunnar, áherslan á greinilega að vera á öðrum eiginleikum. Enda er það svo að Brooke beitir rökleiðslu við úrlausn viðfangsefnanna, en ekki kvenlegu innsæi sínu.