Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.
Flokkur
Íslendingasögur

Rafbækur

Íslendingasögur - Fornrit
Fóstbræðra saga

Fóstbræðrasaga fjallar einkum um þá Þormóð Bersason, sem kallaður var Kolbrúnarskáld, og Þorgeir Hávarsson. Þó að þessir tveir bindist vinarböndum og eigi samleið í uppivöðslusemi þegar þeir eru ungir eru þeir ólíkir um flesta hluti. Þorgeir er fyrst og fremst vígamaður kynjaður aftan úr heiðni; hugmyndaheimur hans á margan hátt úr takt við samtímamenn hans, en Þormóður er fjölbreyttari maður, kvennamaður og skáld sem getur lagað sig að breyttum aðstæðum, s.s. tileinkað sér nýja trú o.þ.h. Er sagan ólík öðrum Íslendingasögum, ekki síst fyrir afstöðu höfundar. Í flestum Íslendingasögum er höfundurinn nánast ósýnilegur í bakgrunni og lætur söguþráðinn líða áfram án þess að taka beina afstöðu, en því er hins vegar öðruvísi farið í Fóstbræðrasögu. Þar talar höfundurinn til okkar nánast með beinum hætti. Hefur sagan heillað marga vegna skemmtilegra lýsinga og sérstæðs stíls og t.a.m. byggði Halldór Kiljan Laxness söguna Gerplu á Fóstbræðrasögu.

Valmynd

Hljóðbók
Fóstbræðra saga

Lengd : 04:09

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:09