Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.
Höfundur
Jónas Hallgrímsson

Útgáfa

1847
Smásögur á íslensku
Skáldsögur á íslensku
Grasaferð

Sagan Grasaferð kom út í síðasta árgangi Fjölnis árið 1847 tveimur árum eftir lát Jónasar. Er sagan á margan hátt tímamótaverk, en margir telja hana marka upphaf íslenskrar sagnagerðar á síðari tímum og að hún sé fyrsta listræna smásagan í íslenskum nútímabókmenntum. Jónas mun hafa skrifað hana nokkru fyrr og hafa menn nefnt árin 1835 og 1836. Nokkur áhöld eru um það hvort sagan eins og við þekkjum hana sé eins og Jónas hafi hugsað sér hana fullkláraða. Er margt sem bendir til þess að hann hafi ætlað sér að eiga meira við hana. Hvernig og með hvaða hætti er ómögulegt að geta sér til um. Til marks um þetta er í fyrsta lagi sú staðreynd að Jónas hafði ekki skráð neitt nafn á söguna og þá endar hún nokkuð óvænt eins og Jónas hafi hætt í miðju kafi. Þrátt fyrir að sagan sé á yfirborðinu einföld í sniðum, er margt í henni sem krefst nánari skoðunar. Vilja margir trúa því að sagan sé táknræn og að lykill hennar sé einhvers konar ,,leit''. Er þá átt við leit drengsins (Jónasar?) að öryggi, karlmennsku, framtíð o.s.frv. Þá má líka lesa úr sögunni ákveðinn ótta við framtíðina og það að fullorðnast. Drengurinn sækir í að leiða "systur" sína eins og hann hafði gert er hann var yngri. Einnig má velta vöngum yfir manninum sem birtist allt í fjallinu fyrir ofan þau og grjóthruninu í fjallinu. Margir vilja líka dvelja við þá hugsun að fjallið sjálft sé táknmynd.

Valmynd

Hljóðbók
Grasaferð

Lengd : 00:35

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:35