Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.
Flokkur
Íslendingasögur

Rafbækur

Íslendingasögur - Fornrit
Laxdæla saga

Eins og með aðrar Íslendingasögur er ekki vitað um höfund Laxdælu, en því hefur stundum verið haldið fram að hún sé skrifuð af konu og verður það að teljast nokkuð óvenjulegt. Hafa menn komist að þeirri niðurstöðu kannski fyrst og fremst vegna þess hve konur hafa þar stór hlutverk og eru í raun miklir áhrifavaldar í allri framvindu sögunnar. Ber þar fyrst að geta Guðrúnar Ósvífursdóttur og svo Unni djúpúðgu og einnig írsku konungsdótturinni og ambáttinni Melkorku. Þá er í sögunni að finna eina af áhugaverðari gátum Íslendingasagnanna, sem menn hafa deilt um og leitað svara við án árangurs í gegnum tíðina, en það er túlkun orða Guðrúnar Ósvífursdóttur er Bolli Bollason sonur hennar spyr hana hverjum bænda sinna og ástmanna hún hefði unnað mest, en Guðrún svarar með þeim frægu orðum: „Þeim var ég verst er ég unni mest.“ Já, nú er bara að lesa sjálfa söguna eða hlusta á hana upplesna og sjá hvort þið getið svarað þeirri gátu.

Valmynd

Vefbók

Hljóðbók
Laxdæla saga

Lengd : 06:37

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:37