Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.
Páll Ólafsson

Útgáfa

2015
Ljóð

Það er óhætt að segja að sem skáld hafi Páll Ólafsson haft nokkra sérstöðu á sínum tíma og það kannski fyrst og fremst vegna þess hve auðvelt hann átti með að yrkja og svo vegna afstöðu sinnar til kveðskapar almennt. Það lá ekki fyrir honum að mennta sig og raunveruleikinn, það umhverfi, sem mótaði hann varð þ.a.l. á margan hátt öðruvísi munstrað en margra samtímaskálda sem sóttu sér sameiginlega reynslu í það ferli og umhverfi sem menntun hafði í för með sér í þá daga. Þá hefur Páll vafalaust ekki litið á sig sjálfan sem skáld og ekki átt von á því að gefa ljóð sín út á bók ef marka má orð Jóns bróður hans sem fyrstur manna gaf út ljóðmæli Páls: ,,Það var ekki fyrr en á efri árum að honum kom til hugar, að nokkru sinni mundi koma út ljóðasafn eftir sig. Lengst af æfinnar hélt hann því ekki saman, því sem hann kvað. En þegar hann loks fór að rita upp og láta rita upp, það sem hann hafði þá eða gat náð til af ljóðum eftir sig, var margt glatað.” Þá segir hann á öðrum stað í bréfi til Jóns: ,,Ég hefi aldrei kveðið neina vísu í þeim tilgangi, að láta prenta hana, né til að troða mér inn í skáldatölu, heldur eins og þú veist af því, að ég hef aldrei unað við annað og aldrei getað haldið mér saman, líkt og spóinn.” (Haft eftir Páli Hermannssyni í formála ljóðasafns Páls Ólafssonar frá árinu 1955.)

Valmynd

Hljóðbók
Valin ljóð eftir Pál Ólafsson

Lengd : 00:05

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:05