Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.
Höfundur
Rósa Guðmundsdóttir (Vatnsenda-Rósa)

Útgáfa

2015
Ljóð

Vísur Vatnsenda-Rósu hafa lifað lengi með þjóðinni og lifa enn góðu lífi, enda með hjartnæmustu ástarljóðum sem tungan hefur að geyma.

Rósa hét með réttu Rósa Guðmundsdóttir og var fædd árið 1795, ein af fimm börnum foreldra sinna. Móður sína missti hún þegar hún var 12 ára gömul. Ekki mun Rósa hafa notið neinnar formlegrar skólagöngu í æsku, en á heimili foreldra hennar var ágætur bókakostur og hefur hún notið þess. Rósa mun á unglingsaldri eitthvað hafa verið í vist á amtmannssetrinu á Möðruvöllum. Þar var þá skrifari amtmanns, Páll Melsteð. Sagan segir að þau Páll hafi fellt hugi saman og að hinar kunnu ástarvísur Rósu séu afsprengi þeirrar ástar. Ekki verður neitt um það sagt hvort þetta sé rétt, en það hefur þá verið skammvinnt ástarsamband, því Páll kvæntist skömmu síðar dóttur amtmannsins. Sagan um ástir þeirra Páls hefur þó reynst furðu lífseig og víst er að Páll var svaramaður Rósu er hún giftist fyrri manni sínum, Ólafi Ásmundssyni. Þá var fyrsta barni þeirra Rósu og Ólafs gefið nafnið Pálína. Oft þarf ekki meira til að sögur fari á kreik, en stundum er líka fótur fyrir þeim. Rósa lést úr lungnabólgu 28. september árið 1855.

Öllum heimildum ber saman um að Rósa hafi verið falleg og glæsileg kona. Þá mun hún hafa verið leiftrandi greind, hnyttin í tilsvörum og orðheppin með afbrigðum. Hún þótti nokkuð sérsinna og fór sínar eigin leiðir.

Þá hefur hún verið gott skáld, eins og hinar kunnu ástarvísur bera með sér, en hefur áreiðanlega ekki órað fyrir að vísurnar ættu eftir að lifa jafn lengi og raun ber vitni. Það hvort hinar kunnu vísur hennar hafi verið ortar til Páls Melsteðs er engin leið að segja til um og hafa sumir jafnvel haldið því fram að hún hafi ekki ort þær allar. Verður sennilega aldrei úr því skorið, en fyrst sagan um þær hefur lifað allan þennan tíma má allt eins leyfa henni að lifa áfram.

Valmynd

Hljóðbók
Vísur Vatnsenda-Rósu

Lengd : 00:10

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:10