Stafsetning

Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.
  • Aldrei kemur góður dagur of snemma.

  • Aflaðu þér vina meðan þú þarfnast þeirra ekki.

Stafsetning

Lestu
Lærðu

Lestu
Lærðu

Það á að skrifa stóran staf í sérnöfnum t.d. mannanöfnum, nöfnum goða, örnefnum, svo sem staðanöfnum og nöfnum landshluta, landa og heimsálfa; einnig í nöfnum þjóða og íbúa þeirra

 

Dæmi:

Danir,

Svíi,

Evrópumenn.

 

Þá er ritaður stór stafur í nöfnum hátíða ef heiti þeirra hefst á sérnafni

 

Dæmi:

Þorláksmessa.

 

Stór stafur er í viðurnefnum sem koma framan við nafn persónunnar og tengjast því með bandstriki.

 

Dæmi:

Skalla-Grímur,

Fjalla-Eyvindur.

 

Stór stafur er auk þess í styttum heitum þegar vísað er beint til ákveðins sérnafns.

 

Dæmi:

Kvennó.

 

Í ýmsum skammstöfunum eru stórir stafir (ASÍ, HM 2010, ESB o.s.frv.)

 

Lestu
Lærðu

Lítinn staf á að skrifa í samnöfnum og dýra- og jurtaheitum

(jafnvel þótt þau séu byggð á sérnöfnum).

 

Dæmi:

jakobsfífill,

baldursbrá.

 

Lítill stafur er einnig í mánaða- og dagaheitum.

 

Nöfn á hátíðum eru með litlum staf (nema sérnafn komi fram í upphafi orðsins).

 

Viðurnefni fólks er með litlum staf.

 

Dæmi:

Auður djúpúðga;

Helgi magri,

Haraldur hárfagri [muna þó nöfn eins og Skalla-Grímur!]).

 

Heiti trúarbragða og viðhorfa eru með litlum staf.

 

Dæmi:

múhameðstrú,

ásatrú,

marxismi.

 

Einnig þeirra manna sem fylgja ákveðnum stefnum.

 

Dæmi:

framsóknarmaður,

múslimi.

 

Orð sem tákna þjóðerni, tungumál og mállýskur (sænskur, danska, norðlenska) eru skrifuð með litlum staf (þið takið eftir að sk er í stofni orðanna!).

 

Lestu
Lærðu

Rifjum upp þessa einföldu reglu: Rita skal grannan sérhljóða á undan ng og nk.

Munum að grönnu sérhljóðarnir eru:

a, e, i, o, u, y, ö.

 

Flestir Íslendingar bera fram breiðan sérhljóða á undan ng og nk.

Á Vestfjörðum má þó enn heyra orð eins og banki borin fram með a-hljóði.

 

Undantekningar:

  • kveinka (vegna skyldleika við kveina)
  • kóngur
  • þjónka (skylt sögninni þjóna)
  • Brúnka (þessi meri er brún)
  • Steinka (leitt af nafninu Steinunn)
  • sínkur (nískur)
  • jánka (leitt af já)

 

Lestu
Lærðu

Reglurnar um -n og -nn eru ekki flóknar. Kosturinn við þær er sá að þær eru yfirleitt alveg skýrar og ótvíræðar. En til þess að geta beitt þeim þarftu að vera viss um að þekkja greininn vel (viðskeytta og lausa greininn); einnig þarftu að vera viss um að þekkja lýsingarorðin og nafnorðin.

 

Rifjum fyrst upp n-in í greininum:

Það eru jafnmörg n í lausa greininum og viðskeytta greininum.

 

Dæmi:
Ég fór í skó-na
(ég fór í hina góðu skó)
[karlkyn, fleirtala, þolfall].

 

Annað dæmi og nú er um eignarfall fleirtölu að ræða:
Húfan liggur á milli skó-nna
(húfan liggur á milli hinna stóru skóa).

 

Dæmi um kvenkynsorð með greini:

Eiður skaut í slá-na (hina hvítu slá) (kvenkyn, eintala, þolfall).

 

Annað dæmi um sama orð en nú í eignarfalli fleirtölu:

Gunna sveiflaði sér milli slá-nna (milli hinna mjóu sláa).

 

Þið getið líka treyst á einfalda reglu:

Ef þið getið sagt mín er eitt n í greininum (bókin mín).

Ef þið getið sagt minn eru tvö n í greininum (penninn minn).

 

Fleiri dæmi:

Eiður skaut í slána mína.

Gunna sveiflaði sér milli slánna minna.

 

Við höfum líka kynnt okkur reglur um -n og -nn í karlkynsnafnorðum. Hér þarf að gæta þess að rugla ekki saman n-um í greininum og n-um í sjálfum nafnorðunum.

 

Dæmi:

Í orðinu jötunninn eru seinni tvö n-in greinirinn en fyrri tvö n-in hluti af nafnorðinu sjálfu í nefnifalli.

 

Reglan um -n og -nn í karlkynsnafnorðum hljóðar svona:

Karlkynsorð sem enda á -inn, -ann og -unn í nefnifalli eintölu hafa eitt n í þolfalli.

 

Dæmi:

Þórarinn (nf) um Þórarin (þf);

himinn (nf) um himin(þf).

 

Dæmi með greini:

himinninn (nf: fjögur n)

um himininn (þf: þrjú n).

 

Undantekningar eru írskættuðu nöfnin:

Kjartan,

Natan,

Kjaran og

Kvaran sem eru skrifuð með einu n-i í öllum föllum.

Sama er að segja um orðið satan.

 

Lítum nú sem snöggvast á nokkur algeng kvenmannsnöfn sem enda á nn.

Þau hafa tvö n í öllum föllum.

 

Dæmi:

Sæunn,

Steinunn,

Þórunn,

Dýrunn,

Jórunn,

Iðunn.

 

Seinni hluti nafnanna (-unn) tengist hugsanlega orðinu unnur sem þýðir alda.

Sumir telja reyndar sennilegra að þessi nöfn séu skyld sögninni unna (elska):

 

Munið:
Nafnið Gefjun (skylt gefa og göfugur) er skrifað með einu n-i í öllum föllum.

 

Hér er átt við orð eins og athugun sem dregið er af sögninni athuga.

 

Fleiri dæmi:

skoðun (af skoða),

hugsun (af hugsa),

ætlun (af ætla).

 

Þessi orð hafa eitt n í öllum föllum.

 

Eftirfarandi kvenkynsorð eru með tveimur n-um í öllum föllum:

einkunn,

miskunn,

vorkunn,

forkunn.

 

Þessi orð tengjast sögnunum:

einkenna,

miskunna,

vorkenna

og þar eru greinilega tvö n.

 

Lestu
Lærðu

Lýsingarorð sem enda á -an eru með einu n-i í öllum föllum.

 

Dæmi:

góðan daginn.

 

Lýsingarorð sem enda á in/inn hafa jafnmörg n og greinirinn.

Það má því beita mín/minn reglunni á þessi orð.

 

Dæmi:

ákveðin kona (mín);

ákveðinn maður (minn).

 

Það má líka nota lausa greininn og segja:

hin ákveðna kona/ hinn ákveðni maður.

 

Góð regla er að athuga hvort vafaorðið tengist sögn sem hefur í – ei – i í kennimyndum (t.d. bíta beit bitum bitið).

 

Dæmi:
Nafnorðið bit er skylt sögninni bíta – beit – bitum.

 

Í slíkum tilvikum er alltaf skrifað einfalt i/ei.

 

Annað dæmi:

Orðið andlit er skylt sögninni líta – leit – litum.

 

Orðið leiti (í merkingunni hæð, hóll) er einnig skylt sögninni líta – leit – litum.

 

Þess vegna er það skrifað með einföldu (ég lít yfir landið á leitinu).

 

Annað sem þarf að hafa í huga er að orð sem er skylt orðum með ja eða eru skrifuð með einföldu (i).

 

Dæmi:

firðir (skylt fjörður),

kilir (skylt kjölur),

birna (skylt björn/bjarnar),

Hirti (skylt Hjörtur),

birta (skylt bjartur/björt).

 

Önnur mikilvæg regla:
Ef u, ú, jó, jú, au, o er í skyldum orðum má gera ráð fyrir y, ý, ey (ypsílon) í vafaorðinu.

 

Dæmi:
syðri (suður),

mýs (mús),

skýli (skl),

fýk (fka),

eyrir (aurar),

yfir (ofar),

synir (sonur),

ég lýt í lægra haldi (af lúta).

 

Oft er erfitt að skýra hvers vegna y er skrifað. Þá er eina leiðin að fletta orðinu upp í orðabók (eða á netinu: http://www.ordabanki.hi.is/wordbank/search )

 

Lestu
Lærðu

Flestir Íslendingar bera fram kv í orðum sem byrja á hv. Aðeins Sunnlendingar gera greinarmun á kv og hv í framburði. Þess vegna getur nemendum stundum reynst erfitt að ákveða hvort rita skuli hv eða kv í upphafi orða.

 

Góð regla er þessi:

Spurnarorð hefjast gjarnan á hv.

 

Dæmi:

Hvar áttu heima?

Hvernig líður þér?

Hvaðan kemur þú?

 

Hafðu í huga að sum orð geta verið skrifuð bæði með kv og hv og fer það þá eftir merkingunni.

 

Dæmi:

hver (spurnarorð og goshver)/ kver (lítil bók);

hvað (spurnarorð)/ kvað (þátíð af kveða);

hvalir (sjávarspendýr)/ kvalir (þjáningar);

hviða (vindhviða)/ kviða (kvæði, hljómkviða);

hvísl (hvískur)/ kvísl (heykvísl eða lítil á).

 

Lestu
Lærðu

Eftirfarandi regla um j er frekar einföld

Við skrifum j á eftir ý, ey, æ EF a eða u fer á eftir.

 

Dæmi:

nýjan bíl.

 

En ef i fer á eftir er ekki skrifað j.

 

Dæmi:

nýi bíllinn.

 

Ath. vel:

Nafnið Sæunn er ekki með j vegna þess að þetta er samsett orð.

Sama er að segja um orðið nýár og heyannir.

 

Lestu
Lærðu

Skrifað er j á eftir g og k EF a eða u fer á eftir og j heyrist í framburði.

 

Dæmi:

(við) fleygjum (timbrinu). 

 

En við skrifum ekki j á eftir g og k ef i fer á eftir (jafnvel þótt j-hljóð heyrist í framburði).

 

Dæmi:

(ég) sæki;

(ég) fleygi (draslinu)

 

Ath. vel:

Við skrifum ekki j á eftir í og ei (þ.e. einföldu í og ei).

 

Dæmi:

kría,

sveia.

 

Lestu
Lærðu

Þegar við heyrum ekki röð samhljóðanna er sú hætta fyrir hendi að við víxlum stöfum í stafsetningunni. Þá er mjög gott að setja orðið í annað samhengi. Sagnirnar setjum við í nafnhátt og lýsingarorð getum við reynt að setja í annað kyn.

 

Dæmi:

Það rigndi (að rigna);

hann efldist við hverja raun (að eflast);

hún sigldi (að sigla);

hann negldi (að negla);

hann hegndi honum (að hegna);

hann hengdi upp þvottinn (að hengja) o.s.frv.

 

Dæmi um lýsingarorð:

þetta er algengt (algeng).

 

Lestu
Lærðu

Stundum er erfitt að greina g-hljóð í orðum sem þó eru skrifuð með g. Þetta á t.d. við um sagnir í nútíð. Þá getur verið gott að athuga þátíðina.

 

Dæmi:

beygja (þt. ég beygði);

þegja (ég þagði);

vígja (þt. ég vígði);

smeygja (þt. smeygði);

smjúga (þt. smaug);

nægja (nægði);

heygja (jarðsetja í haug; þt. heygði).

 

Dæmi um sagnir þar sem ekki er g:

heyja (þt. háði/heyjaði);

deyja (þt. dó);

flýja (þt. flúði). Hér er ekkert g í neinni beygingarmynd.

 

Meira um hljóðlaust g:

Ef þú ert í vafa um hvort tiltekið orð hafi g eða ekki er gott að skoða það í ólíkum beygingarmyndum eða líta til skyldra orða.

 

Dæmi:

(það) morgnar (morgunn);

lágt (lægra);

(hún á) bágt (bágur).

 

Lestu
Lærðu

Lítum á nokkur nafnorð í eignarfalli:

hvamms,

manns,

Halls,

gulls.

 

Hér heyrist ekki vel hvort um er að ræða einn eða tvo samhljóða.

Þá er best að athuga hver stofn orðsins er (þolfall eintölu):

hvamm,

mann,

Hall,

gull.

(Hér eru greinilega tveir samhljóðar).

 

Öðru máli gegnir um orðin:

Þorkels,

sveins

og steins.

Þar er stofninn Þorkel, svein og stein: eitt n (nema í nefnifalli eintölu).

 

Oft er erfitt að greina hvort rita eigi tvöfaldan eða einfaldan samhljóða í sumum lýsingarorðum:

illt (umtal),

hollt (fæði).

 

Hér er gott að athuga stofn lýsingarorða (kvk. et. nf.):

hún er ill,

hún er holl.

 

Hér heyrast samhljóðarnir tveir greinilega.

En: Skaftið er holt að innan (stöngin er hol að innan).

 

Þegar um sagnorð er að ræða er gott að setja vafaorðið í nafnhátt.

Kenndi (kenna),

renndi (renna),

þekkti (þekkja),

fyllti (fylla),

fennti (fenna) o.s.frv.

 

Undantekningar eru sagnirnar hyggja og leggja sem hafa einfaldan samhljóða í þátíð:

hugði,

lagði.

 

Lestu
Lærðu

Til að komast að því hvort rita skuli ks, gs eða x er gott að athuga skyld orð þar sem k-ið eða g-ið heyrist vel.

 

Orðið bakstur er skylt baka þar sem k-ið heyrist vel.

Orðið rekstur er skylt reka.

Orðið fjárhags er eignarfall af fjárhagur þar sem g-ið heyrist.

Orðið sönglags er eignarfall af sönglag þar sem g-ið heyrist einnig.

Orðið bægsli er skylt bógur og er því skrifað með g.

Orðið tekst er beygingarmynd af sögninni takast.

 

En ef við getum ekki fundið g eða k í neinu skyldu orði er líklegt að x sé skrifað:

öxi,

lax,

víxill,

jaxl,

kex,

texti,

æxli.