Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.
Flokkur
Íslendingasögur

Rafbækur

Íslendingasögur - Fornrit
Vopnfirðinga saga

Vopnfirðinga saga gerist einkum í Vopnafirði og spannar tímabilið frá landnámi og fram yfir kristnitöku árið 1000. Þar segir af baráttu Hofverja og Krossvíkinga um völd í héraði. Lykilpersónur sögunnar eru þeir Brodd-Helgi á Hofi og Geitir Lýtingsson í Krossavík. Voru þeir goðorðsmenn og miklir fyrir sér. Þá segir einnig af sonum þeirra, þeim Víga-Bjarna og Þorkatli Geitissyni. Þó svo að sagan hafi ekki notið jafn mikilla vinsælda og aðrar kunnari sögur hefur hún að geyma frábæra kafla sem gefa því besta úr þeim sögum ekkert eftir. Sérstaklega þykja mannlýsingar sterkar í sögunni og þá er eftirtektarvert hve stóran sess konur skipa.

Valmynd