Flokkur
Íslendingasögur

Rafbækur

Íslendingasögur - Fornrit
Eiríks saga rauða

Eiríks saga rauða segir frá landnámi norrænna manna á Grænlandi og landafundum í Vesturheimi. Mun hún skráð snemma á 13. öld og er höfundur hennar ókunnur. Í flestum megindráttum mun Eiríks saga vera skáldskapur en byggir þó á sönnum atburðum, er eiginlega ofin inn í atburði sem áttu sér stað í raunveruleikanum. Þó svo að nafn sögunnar gefi til kynna að hún fjalli í megindráttum um Eirík Þorvaldsson hinn rauða, er því öðruvísi farið í sjálfri sögunni. Honum eru eiginlega ekki gerð mikil og góð skil nema í tveimur köflum. Ef miða ætti við rými og hlutdeild persónanna í sögunni mætti frekar segja að aðalpersóna sögunnar sé Guðríður Þorbjarnardóttir Vífilssonar, þess sem kom með Auði djúpúðgu til Íslands.

Valmynd

  Hljóðbók
  Eiríks saga rauða

  Lengd : 00:56

  Sækja fyrir almennar tölvur

  Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

  Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

  Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

  Lengd : 00:56