Námsvefur fyrir fólk á
framhaldsskólastigi

Á döfinni
21. nóvember 2017

Hrafnkels saga Freysgoða er Íslendingasaga og jafnframt frægust allra Austfirðinga sagna. Hefur hún löngum verið mönnum hugleikin, sem m. a. má sjá af því að um enga aðra Íslendingasögu hefur verið skrifað meira nema ef væri Njála. Þrátt fyrir að hún sé heldur knöpp í samanburði við margar aðrar Íslendingasögur skipa listræn efnistök og bygging henni á bekk með þeim bestu. Er hún hér boðin í rafrænni útgáfu og auðvitað er einnig hægt að prenta hana út. Sögunni fylgja orðskýringar, spurningar um innihald og svör, leiðbeiningar til kennara (umræðuefni) og upplestur. 

17. nóvember 2017

Þegar talnaruna endurtekur sig köllum við það lotubundin tugabrot. Í þessum myndböndum kennum við hvernig hægt er að tákna öll lotubundin tugabrot með almennum brotum með einföldum jöfnureikningi.

14. nóvember 2017

Þegar leysa þarf jöfnu með almennum brotum er snilldar aðferð að margfalda í kross.  Framhaldsskoli.is er með átta ný myndbönd þar sem aðferðin að margfalda íkross er útskýrð.

9. nóvember 2017

Það er komið að þriðja skammtinum af þjálfunarspurningum úr bókinni Almenn sálfræði – Hugur, heili og hátterni eftir þau Aldísi Guðmundsdóttur og Jörgen Pind. Í þessum skammti bjóðum við upp á 53 spurningar úr 3. kaflanum. 

7. nóvember 2017

Tímalínur eru aðgengileg og forvitnileg leið til að læra söguna og sjá hana í samhengi við aðra hluti. Því förum við nú af stað með safn tímalína sem hægt er að vafra um sér til fróðleiks og skemmtunar. Þá henta þær vel á skjávarpa í kennslustofu og er tilvalið að enda kennslustundir með því að skoða eitthvað sem gerðist á einhverjum tilteknum tíma. Nú þegar eru tímalínurnar orðnar sjö. Þær bera yfirheitið: Ísland og Noregur á 10. öld, Heimurinn á 10. öld, Ísland á 11. öld, Heimurinn á 11. öld, Jón Sigurðsson (19. öld), Sjálfstæðisbaráttan (19. öld) og Heimurinn á 19. öld.

3. nóvember 2017

Í dag bjóðum við upp á nýjan skammt af þjálfunarspurningum í spyrlinum okkar sem tengjast kennslubókinni Nýir tímar eftir þá Gunnar Karlsson og Sigurð Ragnarsson. Við erum stödd í þriðja undirkafla annars kafla. Nefnist hann Þjóðernishyggja, rómantík og lýðræðisstefna. Spurningarnar eru 25.

31. október 2017

Í dag er það skammtur númer 13.  Eins og fyrri daginn getið þið valið um að reyna ykkur við frönsk orð og einnig snúið því við og glímt við íslensk orð yfir á frönsku.  Frábær leið til að efla orðaforðann í frönsku.

 
26. október 2017

Við höldum þar sem frá var horfiðmeð þjálfunaræfingar í þýsku úr kennslubókinni DaF kompakt A1-B1. Nú er það 11. skammturinn. Þið getið valið um að reyna ykkur við þýsk orð yfir á íslensku og einnig snúið því við og glímt við íslensk orð yfir á þýsku.  Frábær leið til að efla orðaforðann í þýsku.

 

24. október 2017

Við áttum eftir að ljúka við dönsku orðskýringarnar úr bókinni Glimt sem við byrjuðum með í fyrra og nú stefnum við að því að ljúka þessari orðayfirferð í vetur. Núna er það 'Katrin Ottarsdottir - Smil'. Gangi ykkur vel :)

 

19. október 2017

Í dag fáið þið nýjan skammt af þjálfunarspurningum í orðskýringum úr frönsku kennslubókinni Scénario 1.  Er þetta 12. skammturinn. Eins og fyrri daginn getið þið valið um að reyna ykkur við frönsk orð og einnig snúið því við og glímt við íslensk orð yfir á frönsku.  Frábær leið til að efla orðaforðann í frönsku.

17. október 2017

Í dag bjóðum við upp á nýjan skammt af þjálfunarspurningum í spyrlinum okkar sem tengjast kennslubókinni Nýir tímar eftir þá Gunnar Karlsson og Sigurð Ragnarsson. Við erum stödd í öðrum undirkafla annars kafla. Nefnist hann Óvænt stjórnarbylting. Spurningarnar úr honum eru 20 talsins.

12. október 2017

Nýlega buðum við ykkur upp á Laxdælu í heildstæðum kennslubúningi og nú er komið að næstu Íslendingasögu en það er Kjalnesinga saga. Er hún hér boðin í rafrænni útgáfu og auðvitað er einnig hægt að prenta hana út. Sögunni fylgja orðskýringar, spurningar um innihald og svör, leiðbeiningar til kennara (umræðuefni) og upplestur; einnig eftirmáli þar sem Baldur Hafstað ræðir um söguna, leyndardóma hennar og sérstöðu meðal fornsagna.

10. október 2017

Nú birtum við næstu sex dæmin í flokknum Jöfnur með brotum.  Um er að ræða sex (9-15) nýjar skýringar á myndböndum fyrir jöfnur með brotum sem eru sérstaklega samin fyrir nemendur í grunnáföngum í stærðfræði í framhaldsskóla.

5. október 2017

Jöfnur hafa reynst mörgum nemandanum erfiðar í gegnum tíðina, en jöfnur eru hluti af algebru. Framhaldsskólinn býður upp á fjölmörg og fjölbreytileg skýringarmyndbönd fyrir jöfnudæmi. Að þessu sinni bjóðum við upp á átta (1-8) nýjar skýringar á myndböndum á jöfnum með broti sem eru sérstaklega samin fyrir nemendur í grunnáföngum í stærðfræði í framhaldsskóla.

Valmynd

Það getur verið gott að læra í gegnum spurningar. Hér getið þið annars vegar nálgast spurningar úr völdum námsbókum og hins vegar alls kyns spurningar til að auka almenna þekkingu ykkar.

Hér finnið þið allt það efni sem tengja má við ákveðnar námsbækur. Í sumum tilfellum getið þið einnig nálgast bækurnar sjálfar, eins og Njálu, Eglu, Laxdælu og fl.  

Stærðfræðiskýringar á íslensku

Hér getið þið sótt vandaðar skýringar á völdum atriðum í stærðfræði á myndbandi. Skýringarnar miðast enn sem komið er einkum við fyrstu áfangana (STÆ102 og STÆ 103) en við bætum nýjum skýringum við í hverjum mánuði.  

Stærðfræðiskýringar á ensku fyrir lengra komna.  Gera m.a. hornafræði, rúmfræði, deildun og heildun afar góð skil.

Sjö reyndir leiðbeinendur sem þekkja vel hvar nemendur geta átt í erfiðleikum fara yfir helstu atriði framhaldsskólastærðfræðinnar og gera m.a. hornafræði, rúmfræði, deildun og heildun afar góð skil. Lærðu og rifjaðu upp á þeim hraða og í þeirri röð sem þú kýst.

Hér getið nálgast allar helstu grunnreglur í íslenskri stafsetningu og þjálfað ykkur með því að reyna ykkur við gagnvirkar æfingar.

Málfræðin er söm við sig og á það til að vefjast fyrir fólki. Hér getið þið lært helstu reglur í íslenskri málfræði og þjálfað ykkur í völdum æfingum til að festa reglurnar betur í minni.

Við bjóðum nú upp á stórt og vandað rafbókasafn með völdum bókum sem geta komið að gagni hvort heldur í námi eða skóla lífsins.  Athugið að hér er einnig boðið upp á valdar bækur á ensku.

Við bjóðum upp á fjölbreytt efni til að hlusta á úr ýmsum áttum. Hér getið þið t. a. m. hlustað á Íslendingasögur, þjóðsögur, skáldsögur og margt fleira.

Latína gerð aðgengileg á íslenskri tungu fyrir framhaldsskólanemendum.

Hvað er framhaldsskoli.is?

Framhaldsskoli.is er ný síða fyrir nemendur þar sem boðið er upp á stuðning við valdar kennslubækur og áfanga í framhaldsskólanum.  Stuðningurinn er annars vegar tengdur völdum kennslubókum og/eða sértækum vefsíðum sem nýtast nemendum með beinum eða óbeinum hætti. 

Bókastuðningurinn felst einkum í gagnvirkum þjálfunarspurningum, flettispjöldum, rafbókum, hljóðbókum og glósum. 

Á vefsíðunum er hægt að nálgast valið efni, s.s. stærðfræðiskýringar á myndbandi, skýringar á öllum helstu málfræði- og bókmenntahugtökum, sögur í íslensku og ensku með skýringum og upplestri og margt fleira.  

Eins og gefur að skilja með nýja síðu sem þessa er hún í stöðugri þróun en við munum bæta inn nýju efni jöfnum höndum og eru allar ábendingar vel þegnar. 

Hvernig gerist ég áskrifandi?
Og hvað kostar að gerast áskrifandi?

1.490 kr á mánuði

 

Velja

12.900 kr ársgjald

Árgjald

 

Velja