Námsvefur fyrir fólk á
framhaldsskólastigi

Á döfinni
19. janúar 2017

Í dag höldum við áfram að færa ykkur þjálfunarspurningar úr námsbókinni ALMENN LÍFFRÆÐI eftir Ólaf Halldórsson.  Er komið að kafla 5 og fjallar þessi kafli um þróun. Spurningarnar úr þessum kafla eru 35. Já, það er gott að prófa sig áfram í þessu og sjá hvað maður kann. Svo getið þið valið um að taka einungis próf úr þeim spurningum sem þið klikkuðuð á annarri tilraun. Allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. 

17. janúar 2017

Við höldum áfram að þjálfa orðaforðann úr frönsku kennslubókinni Scénario 1.  Í dag er það skammtur númer 6.  Eins og fyrri daginn getið þið valið um að reyna ykkur við frönsk orð og einnig snúið því við og glímt við íslensk orð yfir á frönsku.  Frábær leið til að efla orðaforðann í frönsku.

12. janúar 2016

Við hefjum nýtt ár á þriðja skammtinum í orðaforðaspurningum úr dönskunámsbókinni Glimt. Samtals eru þetta 73 orð. 

6. nóvember 2016

Núna höldum við áfram og bjóðum við ykkur upp á orðaforðaæfingu í íslensku 2.

50 frábærar spurningar til að styrkjast í íslenskum orðaforða.

1. desember 2016

Nú færum við okkur yfir til Ástralíu og leyfum ykkur að takast á við 16 fána.

29. nóvember 2016

Við höldum við áfram að bjóða upp á þjálfunarspurningar úr sögubókinni NÝIR TÍMAR. Nú er það 7. undirkaflinn úr 1. kaflanum sem við tökum fyrir. Nefnist hann: draumar um réttlátt samfélag. Spurningarnar úr þessum kafla eru 33. Gangi ykkur vel!

24. nóvember 2016

Núna tökum við á rúmmálsreikningum á pýramýdum.  Einstaklega vönduð og skýr myndbönd.  Gangi ykkur vel:) (6 myndbönd)

22. nóvember 2016

Það var afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar í síðustu viku og einnig Dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni bjóðum við ykkur upp á lauflétta orðaforðaæfingu í íslensku. Já, það er gott að halda sér við í því eins og öðru.

17. nóvember 2016

Í dag höldum við áfram að bjóða upp á þjálfunarspurningar úr sögubókinni NÝIR TÍMAR. Nú er það 6. undirkaflinn úr 1. kaflanum sem við tökum fyrir. Nefnist hann: Mannréttindaþróun. Spurningarnar úr þessum kafla eru 47. Gangi ykkur vel!

15. nóvember 2016

Í dag höldum við áfram að bjóða upp á þjálfunarspurningar úr sögubókinni NÝIR TÍMAR. Við erum enn stödd í 1. kaflanum, en 5. undirkaflinn sem við tökum fyrir í dag. Nefnist hann: Þjóðernisstefnan og áhrif hennar. Spurningarnar úr þessum kafla eru 67 talsins. Gangi ykkur vel!

10. nóvember 2016

Í dag bjóðum við upp á þjálfunarspurningar úr orðaforða þýsku kennslubókarinnar DaF kompakt A1-B1 - 3. kafli.  Þið getið reynt ykkur við þýsk orð yfir á íslensku.  Orðin sem þið þjálfið í þessum skammti eru 74 talsins. :)

18. október 2016

Nú bjóðum við upp á fyrsta skammtinn í orðaforðaspurningum úr dönskunámsbókinni Glimt og telur 112 orð. 

8. nóvember 2016

Í síðasta mánuði fenguð þið að glíma við þjóðfána í Asíu og voru það 48 fánar sem þið máttuð glíma við þar. Nú færum við okkur um set og leyfum ykkur að takast á við 12 þjóðfána í Suður-Ameriku.

3. nóvember 2016

Og aftur höldum við áfram að þjálfa orðaforðann úr frönsku kennslubókinni Scénario 1.  Í dag er það skammtur númer 3.  Þið getið valið um að reyna ykkur við frönsk orð og einnig snúið því við og glímt við íslensk orð yfir á frönsku.  Frábær leið til að efla orðaforðann í frönsku.

1. nóvember 2016

Nú bjóðum við upp á annann skammtinn í orðaforðaspurningum úr dönskunámsbókinni Glimt og telur hann 44 orð.

27. október 2016

Nú bætum við 6 ný kennslumyndbönd í stærðfræði.  Ný myndbönd fyrir framhaldsskólanema innihalda að þessu sinni skýringar á rúmmálsreikningum. Fyrsta myndbandið fjallar um hvernig hægt er að breyta milli mælieininga í rúmmáli á einfaldan hátt s.s. rúmsentimetrum í lítra. Önnur myndbönd taka á rúmmálsreikningum á kössum og pýramýdum, samtals verða að lokum 14 ný myndbönd fyrir nemendur í framhaldsskóla í þessum lið.

25. október 2016

Fyrir nokkru buðum við ykkur upp á þjálfunarspurningar úr orðaforða kennslubókarinnar ALMENN LÍFFRÆÐI eftir Ólaf Halldórsson og nú er komið að þriðja skammti.  Er það kafli 3. Já, það er gott að prófa sig áfram í þessu og sjá hvað maður kann. Svo getið þið valið um að taka einungis próf úr þeim spurningum sem þið klikkuðuð á annarri tilraun. Allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. 

20. október 2016

Kosningar nálgast og áhugi á stjórnmálum nokkuð mikill og því bjóðum við ykkur í dag upp á næsta Spyril um íslenska ráðherra og nú eru það árin frá 1963-1987. Er um að ræða 51 spurningu og samtals komnar 153 spurningar í þessum lið. Já, það er gott að vera vel að sér í stjórnmálasögunni á þessum áhugaverðu tímum.

13. október 2016

Við höfum verið að þjálfa okkur í þjóðfánum i Afriku, en nú vendum við kvæði okkar í kross og reynum okkur við þjóðfána í Asíu. Eru þetta 48 spurningar í allt. 

11. október 2016

Við höldum áfram að þjálfa orðaforðann úr frönsku kennslubókinni Scénario 1.  Í dag er það skammtur númer 2.  Eins og fyrri daginn getið þið valið um að reyna ykkur við frönsk orð og einnig snúið því við og glímt við íslensk orð yfir á frönsku.  Frábær leið til að efla orðaforðann í frönsku.

6. október 2016

Við höfum verið að þjálfa okkur í höfuðborgum landa, en nú vendum við kvæði okkar í kross og reynum okkur við þjóðfána. Við byrjum á þjóðfánum í Afríku. Eru þetta 54 spurningar í allt. 

4. október 2016

Við Við byrjum þennan októbermánuð á þjálfunarspurningum í landafræði þar sem þið eigið að segja til um höfuðborgir í Suður Ameríku. Eru þetta 14 spurningar í allt og þið verðið enga stund að læra þær utanbókar. 

29. september 2016

Í dag bjóðum við upp á þjálfunarspurningar úr orðaforða þýsku kennslubókarinnar DaF kompakt A1-B1 - 2. kafli.  Þið getið reynt ykkur við þýsk orð yfir á íslensku.  Orðin sem þið þjálfið í þessum skammti eru 17 talsins. :)

22. september 2016

Síðast í efnafræði buðum við ykkur upp á 119 upprifjunarspurningar í efnafræði sem ekki eru byggðar á neinni ákveðinni námsbók  sem kennd er í framhaldsskóla, heldur á almennri þekkingu í greininni sem nauðsynlegt er að kunna skil á í framhaldsskóla. Nú bætum við öðrum 40 spurningum við. Lærum saman undirstöðuatriðin.

20. september 2016

Í dag bjóðum við upp á þjálfunarspurningar úr orðaforða þýsku kennslubókarinnar DaF kompakt A1-B1.  Þið getið reynt ykkur við þýsk orð yfir á íslensku.  Frábær leið til að efla orðaforðann í þýsku . Orðin sem þið þjálfið í þessum skammti eru 49 talsins.

15. september 2016

Þá er það síðari hluti upprifjunarinnar  í íslenskri málfræði og stafsetningu þar sem farið er yfir grunninn sem námsefnið í framhaldsskólum byggir á.  Telur þessi hluti 86 spurningar. 

13. ágúst 2016

Það eru gömul sannindi og ný að góður orðaforði í tungumáli skilar okkur vel á veg. Málfræðin og allt hitt verður líka svo miklu auðveldara ef við búum að góðum orðaforða.  Í dag bjóðum við upp á þjálfunarspurningar úr orðaforða frönsku kennslubókarinnar Scénario 1.  Þið getið valið um að reyna ykkur við frönsk orð og einnig snúið því við og glímt við íslensk orð yfir á frönsku.  Frábær leið til að efla orðaforðann í frönsku.

8. september 2016

Við höldum áfram að tína inn kennslumyndbönd í stærðfræði sem hafa hjálpað mörgum. Eru þetta stutt en hnitmiðuð myndbönd sem hægt er að skoða aftur og aftur þangað til færninni er náð.

6. ágúst 2016

Fyrir nokkru buðum við ykkur upp á fyrsta skammtinn þar sem sem spurðum út í íslenska ráðherra frá 1904 til 1942. Nú er komið að næsta skammti en það eru árin frá 1942-1970. Eru það 52 spurningar og því samanlagt komnar 102 spurningar. Já, það er gott að vera vel að sér í stjórnmálasögunni á þessum áhugaverðu tímum.

1. september, 2016

Það er nauðsynlegt að hafa grunninn í íslenskri málfræði og stafsetningu á hreinu í framhaldsskólanum. Hér fáið þið 100 þjálfunarspurningar til að rifja upp það helsta í þeim efnum. 

30. ágúst 2016

Þá erum við mætt aftur til starfa eftir alveg frábært sumar :)  Erum við spennt að færa okkur yfir til Norður- og Mið-Ameriku og kanna höfuðborgir þar.  Þar hafið þið 36 spurningar að glíma við og 36 borgir til að leggja á minnið. Verður gaman að sjá hvað þið kunnið.

18. maí 2016

Í dag höldum við áfram að bjóða upp á þjálfunarspurningar úr sögubókinni NÝIR TÍMAR. Nú er það 4. undirkaflinn úr 1. kaflanum sem við tökum fyrir.  Spurningarnar úr þessum kafla eru 44. Gangi ykkur vel!

27. apríl 2016

Sögurnar eru hugsaðar sem kveikjur og til þess gerðar að vekja upp ýmsar siðferðilegar spurningar ásamt því að hvetja til skapandi skrifa. Öllum sögunum fylgja verkefni og vangaveltur .

Hentar vel í lífsleikni, íslensku, félagsfræði og kynjafræði.

Hægt er að nálgast sögurnar á vefsíðu,
sem rafbók fyrir allar tölvur og síma og upplesnar.

16. maí 2016

Það er við hæfi þessa á þessum ólgutímum að rifja svolítið upp stjórnmálasöguna okkar. Við byrjum á því að reyna okkur við íslenska ráðherra á árunum 1904-1942. Nú er að sjá hvað þið þekkið af þessum fyrrum höfðingjum okkar.  Spurningarnar í þessum flokki eru 50 talsins. 

    

11. maí 2016

Í dag bjóðum við upp á fyrsta skammtinn af stuðningsefni sem unnið er útfrá námsbókinni Fields of Vision 2 sem víða er kennd.  Við höfum sett grunntextana upp með upphleyptum orðskýringum og þá fylgja hverjum texta gagnvirkar efnisspurningar og orðaforðaspurningar.  Í þessum fyrsta skammti er að finna fyrstu fjóra textana í bókinni sem allir eru eftir snillinginn Charles Dickens.          

02. maí 2016

Fyrir skömmu buðum við ykkur upp á þjálfunarspurningar í öllum höfuðborgum Afríku. Í dag færum við okkur yfir til Evrópu.  Þar hafið þið 52 spurningar að glíma við og 52 borgir til að leggja á minnið. Já, nú er bara að sjá hvað þið kunnið.

9. maí 2016

Í dag bjóðum við ykkur upp á 15 nýjar myndbandsskýringar í stærðfræði sem unnar eru af Fjalari Frey Einarssyni. Að þessu sinni tekur hann fyrir Veldi og rætur, en veldi koma að sérlega góðum notum þegar unnið er með mjög stórar eða mjög lágar tölur. Margföldun veldistalna, margföldun inn í sviga með veldum og margföldun með neikvæðu veldi eru allt stærðfræði aðgerðir sem eru útskýrðar á einfaldan hátt . Og þið getið farið yfir þetta aftur og aftur uns þið kunnið þetta.

5. maí 2016

Í síðasta mánuði buðum við ykkur upp á 62 upprifjunarspurningar í efnafræði sem ekki eru byggðar á neinni ákveðinni námsbók  sem kennd er í framhaldsskóla, heldur á almennri þekkingu í greininni sem nauðsynlegt er að kunna skil á í framhaldsskóla. Nú bætum við öðrum 57 spurningum við. Já, það má ekki klikka á undirstöðuatriðunum.

25. apríl 2016

Í dag höldum við áfram að bjóða upp á þjálfunarspurningar úr sögubókinni NÝIR TÍMAR. Nú er það 3. undirkaflinn úr 1. kaflanum sem við tökum fyrir. Spurningarnar úr þessum kafla eru 58. Gangi ykkur vel!

20. apríl 2016

Fyrir skömmu buðum við ykkur upp á þjálfunarspurningar í öllum höfuðborgum Afríku. Í dag færum við okkur í austurátt til Asíu.  Þar hafið þið 48 spurningar að glíma við og 48 borgir til að leggja á minnið.   

18. apríl 2016

Það er gott að þekkja umhverfið sitt vel og vera læs á það. Því munum við á næstu misserum bjóða upp á þjálfunarspurningar í flestum algengustu kennileitum í landakorti alheimsins. Við byrjum á höfuðborgum Afríku og hér fáið þið 54 spurningar að glíma við.

13. apríl 2016

Við erum stöðugt að vinna í  að gera ykkur námið auðveldara og í dag bjóðum við ykkur á þjálfunarspurningar í Spyrlinum sem byggja á köflum 1 og 2 í kennslubókinni Líffræði eftir Ólaf Halldórsson sem víða er kennd í framhaldsskólum. Eru þetta 63 spurningar í allt og tilvalið að þjálfa sig í þeim nú þegar hyllir í prófin.

11. apríl 2016

Enn bætist við ný efnisatriði í stærðfræðinni. Að þessu sinni tökum við fyrir ,,horn við hring" í 12 nýjum myndböndum. Um er að ræða ýms horn sem eru innrituð í hring. Aðalega er um er að ræða miðhorn og  ferlihorn og þær reglur sem gilda um þau horn. Mörg önnur hugtök tengjast hornum við hring s.s. miðstrengur, miðja, hornasumma þríhyrnings o.m.fl.

Það er auðvelt að skilja hornafræði í hring þegar grundvallaratriðin eru á hreinu og þegar erfið dæmi eru útskýrð skref fyrir skref.

6. apríl 2015

Í dag bjóðum við ykkur upp á 62 upprifjunarspurningar í efnafræði. Eru þær ekki byggðar á neinni ákveðinni námsbók  sem kennd er í framhaldsskóla, heldur byggja þær á almennri þekkingu í greininni sem nauðsynlegt er að kunna skil á í framhaldsskóla. Já, það er um að gera vera með undirstöðuatriðin á hreinu.

4. apríl 2016

Nú bjóðum við ykkur upp á fyrsta (1. og 2.) skammtinn af þjálfunarspurningum sem tengjast námsbókinni í sögu, Nýir tímar sem víða er kennd. Hefur þessi fyrsti skammtur að geyma 46 spurningar og byggja þær á inngangi fyrsta kafla og undirkaflanum sem fjallar um Napóleonsöldina.

Spurningarnar eru settar upp í Spyrlinum sem er frábær leið til að festa efnisatriðin í minni.

4. apríl 2016

Við þökkum fyrir frábærar móttökur á framhaldsskólavefnum. Hann er búinn að vera í loftinu í tvo mánuði og greinilegt að margir kunna að meta það sem hann hefur upp á að bjóða. Og nú bætum við um betur því frá og með deginum í dag ætlum við að vera með tvær nýjar uppfærslur á vefnum í hverri viku fram á sumar.  Er það von okkar að sem flestir geti nýtt sér efni hans nú fyrir prófin.  Við munum kynna allt nýtt efni á forsíðu okkar og á fésbók síðunni. Það er því um að gera að fylgjast með!-

Valmynd

Það getur verið gott að læra í gegnum spurningar. Hér getið þið annars vegar nálgast spurningar úr völdum námsbókum og hins vegar alls kyns spurningar til að auka almenna þekkingu ykkar.

Hér finnið þið allt það efni sem tengja má við ákveðnar námsbækur. Í sumum tilfellum getið þið einnig nálgast bækurnar sjálfar, eins og Njálu, Eglu, Laxdælu og fl.  

Stærðfræðiskýringar á íslensku

Hér getið þið sótt vandaðar skýringar á völdum atriðum í stærðfræði á myndbandi. Skýringarnar miðast enn sem komið er einkum við fyrstu áfangana (STÆ102 og STÆ 103) en við bætum nýjum skýringum við í hverjum mánuði.  

Stærðfræðiskýringar á ensku fyrir lengra komna.  Gera m.a. hornafræði, rúmfræði, deildun og heildun afar góð skil.

Sjö reyndir leiðbeinendur sem þekkja vel hvar nemendur geta átt í erfiðleikum fara yfir helstu atriði framhaldsskólastærðfræðinnar og gera m.a. hornafræði, rúmfræði, deildun og heildun afar góð skil. Lærðu og rifjaðu upp á þeim hraða og í þeirri röð sem þú kýst.

Hér getið nálgast allar helstu grunnreglur í íslenskri stafsetningu og þjálfað ykkur með því að reyna ykkur við gagnvirkar æfingar.

Málfræðin er söm við sig og á það til að vefjast fyrir fólki. Hér getið þið lært helstu reglur í íslenskri málfræði og þjálfað ykkur í völdum æfingum til að festa reglurnar betur í minni.

Við bjóðum nú upp á stórt og vandað rafbókasafn með völdum bókum sem geta komið að gagni hvort heldur í námi eða skóla lífsins.  Athugið að hér er einnig boðið upp á valdar bækur á ensku.

Við bjóðum upp á fjölbreytt efni til að hlusta á úr ýmsum áttum. Hér getið þið t. a. m. hlustað á Íslendingasögur, þjóðsögur, skáldsögur og margt fleira.

Latína gerð aðgengileg á íslenskri tungu fyrir framhaldsskólanemendum.

Hvað er framhaldsskoli.is?

Framhaldsskoli.is er ný síða fyrir nemendur þar sem boðið er upp á stuðning við valdar kennslubækur og áfanga í framhaldsskólanum.  Stuðningurinn er annars vegar tengdur völdum kennslubókum og/eða sértækum vefsíðum sem nýtast nemendum með beinum eða óbeinum hætti. 

Bókastuðningurinn felst einkum í gagnvirkum þjálfunarspurningum, flettispjöldum, rafbókum, hljóðbókum og glósum. 

Á vefsíðunum er hægt að nálgast valið efni, s.s. stærðfræðiskýringar á myndbandi, skýringar á öllum helstu málfræði- og bókmenntahugtökum, sögur í íslensku og ensku með skýringum og upplestri og margt fleira.  

Eins og gefur að skilja með nýja síðu sem þessa er hún í stöðugri þróun en við munum bæta inn nýju efni jöfnum höndum og eru allar ábendingar vel þegnar. 

Hvernig gerist ég áskrifandi?
Og hvað kostar að gerast áskrifandi?

1.490 kr á mánuði

 

Velja

12.900 kr ársgjald

Ársgjald

 

Velja