Námsvefur fyrir fólk á
framhaldsskólastigi

Á döfinni
23. febrúar 2017

Í dag bjóðum við upp á þjálfunarspurningar úr orðaforða þýsku  kennslubókarinnar DaF kompakt A1-B1. Er það 6 skammturinn. Þið getið valið um að reyna ykkur við þýsk orð yfir á íslensku og einnig snúið því við og glímt við íslensk orð yfir á þýsku.  Frábær leið til að efla orðaforðann í þýsku . Orðin sem þið þjálfið í þessum skammti eru úr 2. kafla og 22 talsins.

21. febrúar 2017

Í dag höldum við áfram að færa ykkur þjálfunarspurningar úr námsbókinni ALMENN LÍFFRÆÐI eftir Ólaf Halldórsson.  Er komið að kafla 6 sem ber yfirheitið Lífverur jarðar. Kaflinn er mjög stór og höfum við skipt honum í tvennt. Í þessum fyrri hluta sem boðið er upp á í dag eru 63 spurningar. Já, það er gott að prófa sig áfram í þessu og sjá hvað maður kann. Svo getið þið valið um að taka einungis próf úr þeim spurningum sem þið klikkuðuð á með  annarri tilraun. Allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. 

16. febrúar 2017

Framhaldsskóli.is heldur áfram að útskýra flatarmáls- og rúmmáls útreikninga með dæmi um keilu. Útskýringarnar eru góður grunnur og þjálfun fyrir nemendur sem þurfa að reikna flatarmál- og rúmmál keilu.

14. febrúar 2017

Við höldum áfram með landafræðina og í dag bjóðum við ykkur upp á laufléttan Spyril þar sem þið getið þjálfað ykkur í að þekkja höfuðborgirnar í Eyjaálfu. Er um 16 höfuðborgir að ræða. Gangi ykkur vel! 

9. febrúar 2017

Við höldum áfram að þjálfa orðaforðann úr frönsku kennslubókinni Scénario 1.  Í dag er það skammtur númer 7.  Eins og fyrri daginn getið þið valið um að reyna ykkur við frönsk orð og einnig snúið því við og glímt við íslensk orð yfir á frönsku.  Frábær leið til að efla orðaforðann í frönsku.

7. febrúar 2017

Í dag bjóðum við upp á  fimmta Spyrilinn um íslenska ráðherra og nú eru það árin frá 1999-2007. Er um að ræða 51 spurning og samtals komnar 260 spurningar í þessum lið. Já, það er gott að vera vel að sér í stjórnmálasögunni á þessum áhugaverðu tímum. 

2. febrúar 2017

Í dag bjóðum við upp á nýjar þjálfunarspurningar úr orðaforða þýsku  kennslubókarinnar DaF kompakt A1-B1.  Er þetta 5. skammturinn. Þið getið valið um að reyna ykkur við þýsk orð yfir á íslensku og einnig snúið því við og glímt við íslensk orð yfir á þýsku.  Frábær leið til að efla orðaforðann í þýsku . Eru þetta16 spurningar.

31. janúar 2017

Kynnum fjórða skammtinn í orðaforðaspurningum úr dönskunámsbókinni Glimt. Samtals eru þetta 127 orð. 

26. janúar 2017

Við útskýrum áfram rúmmáls- og flatarmálsreikninga fyrir framhaldsskólanema. Að þessu sinni 7 ný myndbönd þar sem við tökum fyrir sívalninga en slíkt á það til að vefjast fyrir nemendum en með greinargóðum útskýringum þar sem hvert skref er útskýrt verða rúmmáls útreikningar leikur einn.

24. janúar 2017

Í dag bjóðum við upp á  fjórða Spyrilinn um íslenska ráðherra og nú eru það árin frá 1987-1999. Er um að ræða 56 spurningu og samtals komnar 209 spurningar í þessum lið. Já, það er gott að vera vel að sér í stjórnmálasögunni á þessum áhugaverðu tímum. 

19. janúar 2017

Í dag höldum við áfram að færa ykkur þjálfunarspurningar úr námsbókinni ALMENN LÍFFRÆÐI eftir Ólaf Halldórsson.  Er komið að kafla 5 og fjallar þessi kafli um þróun. Spurningarnar úr þessum kafla eru 35. Já, það er gott að prófa sig áfram í þessu og sjá hvað maður kann. Svo getið þið valið um að taka einungis próf úr þeim spurningum sem þið klikkuðuð á annarri tilraun. Allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. 

17. janúar 2017

Við höldum áfram að þjálfa orðaforðann úr frönsku kennslubókinni Scénario 1.  Í dag er það skammtur númer 6.  Eins og fyrri daginn getið þið valið um að reyna ykkur við frönsk orð og einnig snúið því við og glímt við íslensk orð yfir á frönsku.  Frábær leið til að efla orðaforðann í frönsku.

12. janúar 2016

Við hefjum nýtt ár á þriðja skammtinum í orðaforðaspurningum úr dönskunámsbókinni Glimt. Samtals eru þetta 73 orð. 

6. nóvember 2016

Núna höldum við áfram og bjóðum við ykkur upp á orðaforðaæfingu í íslensku 2.

50 frábærar spurningar til að styrkjast í íslenskum orðaforða.

Valmynd

Það getur verið gott að læra í gegnum spurningar. Hér getið þið annars vegar nálgast spurningar úr völdum námsbókum og hins vegar alls kyns spurningar til að auka almenna þekkingu ykkar.

Hér finnið þið allt það efni sem tengja má við ákveðnar námsbækur. Í sumum tilfellum getið þið einnig nálgast bækurnar sjálfar, eins og Njálu, Eglu, Laxdælu og fl.  

Stærðfræðiskýringar á íslensku

Hér getið þið sótt vandaðar skýringar á völdum atriðum í stærðfræði á myndbandi. Skýringarnar miðast enn sem komið er einkum við fyrstu áfangana (STÆ102 og STÆ 103) en við bætum nýjum skýringum við í hverjum mánuði.  

Stærðfræðiskýringar á ensku fyrir lengra komna.  Gera m.a. hornafræði, rúmfræði, deildun og heildun afar góð skil.

Sjö reyndir leiðbeinendur sem þekkja vel hvar nemendur geta átt í erfiðleikum fara yfir helstu atriði framhaldsskólastærðfræðinnar og gera m.a. hornafræði, rúmfræði, deildun og heildun afar góð skil. Lærðu og rifjaðu upp á þeim hraða og í þeirri röð sem þú kýst.

Hér getið nálgast allar helstu grunnreglur í íslenskri stafsetningu og þjálfað ykkur með því að reyna ykkur við gagnvirkar æfingar.

Málfræðin er söm við sig og á það til að vefjast fyrir fólki. Hér getið þið lært helstu reglur í íslenskri málfræði og þjálfað ykkur í völdum æfingum til að festa reglurnar betur í minni.

Við bjóðum nú upp á stórt og vandað rafbókasafn með völdum bókum sem geta komið að gagni hvort heldur í námi eða skóla lífsins.  Athugið að hér er einnig boðið upp á valdar bækur á ensku.

Við bjóðum upp á fjölbreytt efni til að hlusta á úr ýmsum áttum. Hér getið þið t. a. m. hlustað á Íslendingasögur, þjóðsögur, skáldsögur og margt fleira.

Latína gerð aðgengileg á íslenskri tungu fyrir framhaldsskólanemendum.

Hvað er framhaldsskoli.is?

Framhaldsskoli.is er ný síða fyrir nemendur þar sem boðið er upp á stuðning við valdar kennslubækur og áfanga í framhaldsskólanum.  Stuðningurinn er annars vegar tengdur völdum kennslubókum og/eða sértækum vefsíðum sem nýtast nemendum með beinum eða óbeinum hætti. 

Bókastuðningurinn felst einkum í gagnvirkum þjálfunarspurningum, flettispjöldum, rafbókum, hljóðbókum og glósum. 

Á vefsíðunum er hægt að nálgast valið efni, s.s. stærðfræðiskýringar á myndbandi, skýringar á öllum helstu málfræði- og bókmenntahugtökum, sögur í íslensku og ensku með skýringum og upplestri og margt fleira.  

Eins og gefur að skilja með nýja síðu sem þessa er hún í stöðugri þróun en við munum bæta inn nýju efni jöfnum höndum og eru allar ábendingar vel þegnar. 

Hvernig gerist ég áskrifandi?
Og hvað kostar að gerast áskrifandi?

1.490 kr á mánuði

 

Velja

12.900 kr ársgjald

Ársgjald

 

Velja