Flokkur
Íslendingasögur

Rafbækur

Íslendingasögur - Fornrit
Kjalnesinga saga

Kjalnesinga saga fellur í flokk yngri Íslendingasagna og er talin rituð um eða eftir aldamótin 1300. Þar er raunsæið farið að víkja fyrir reyfarakenndum atburðum sem eiga ekkert skylt við raunverulega atburði. Við merkjum þar skyldleika við þjóðsögur og fornaldar- og riddarasögur. Ólíkt mörgum eldri Íslendingasögum virðist höfundur leggja meiri áherslu á að skemmta lesandanum en teygja einhvern sannleika til eða frá. Og það tekst höfundi Kjalnesinga sögu mjög vel, því sagan er skemmtileg aflestrar auk þess sem hún er vel upp byggð á allan hátt og gefur öðrum sögum ekkert eftir að því leytinu til. Kjalnesinga saga birtist hér í rafrænni útgáfu, ætluð til lestrar á unglingastigi og í framhaldsskólum. Það er von okkar að þessi útgáfa verði til þess að auðvelda aðgang ungs fólks að þessari bráðskemmtilegu og töfrandi sögu – og að hún kveiki síðan áhuga á fleiri sögum. 

Valmynd

    Hljóðbók
    Kjalnesinga saga

    Lengd : 00:00

    Sækja fyrir almennar tölvur

    Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

    Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

    Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

    Lengd : 00:00