Höfundur
Snorri Sturluson

Rafbækur

Íslendingasögur - Fornrit
Snorra-Edda

Snorra-Edda er íslensk handbók í skáldskaparfræðum, samin af Snorra Sturlusyni, einhvern tíma á bilinu 1220–1230. Verkið hefst á Prologus (formála) þar sem lýst er sköpun heims, upphafi trúarbragða og tilurð hinna fornu ása. Meginmálið skiptist svo í þrjá hluta þar sem fremst fer Gylfaginning, þá Skáldskaparmál og loks Háttatal.

Gylfaginning er öðrum þræði frásögn og kennslubók í goðafræði. Er hún okkar helsta heimild um norrænan goðsagnaheim.

Skáldskaparmál segja frá upphafi skáldskaparins. Þar er kenningum og heitum lýst með dæmum úr fornum skáldskap, og vitnað er í fjölmörg skáld. Einnig er þar að finna goðsögur og hetjusögur sem sagðar eru til að lýsa uppruna kenninga.

Valmynd

Hljóðbók
Snorra-Edda: Prologus

Lengd : 00:15

Sækja hljóðbókina

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur, spjaldtölvur og snjallsímar.

Lengd : 00:15

Snorra-Edda: Gylfaginning

Lengd : 02:25

Snorra-Edda: Skáldskaparmál (valdir kaflar)

Lengd : 01:55