Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.
Höfundur
Jón Trausti (Guðmundur Magnússon)

Útgáfa

2015
Skáldsögur á íslensku
Anna frá Stóruborg

Sagan Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta eða Guðmund Magnússon eins og hann hét réttu nafni er söguleg skáldsaga og byggir eins og fleiri sögur Jóns Trausta á traustum heimildum í bland við  munnmælasögur.  Var hún hluti af sagnaflokki Jóns sem hann kallaði Góðir stofnar.  Sagan hefur allt frá því hún kom út notið gríðarlegra vinsælda hjá íslensku þjóðinni rétt eins og sögurnar um Höllu og heiðarbýlið.  Og eitt er víst að hún á jafn mikið erindi til okkar í dag eins og þegar hún kom fyrst út.  

Anna sem sagan fjallar um var íslensk hefðarkona á 16. öld.  Þótti hún stórlát og mikil fyrir sér. Reisti hún bú á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Sagt er að margir auðmenn hafi beðið hennar en hún hryggbrotið þá alla, því hún elskaði bara fátæka smalamanninn Hjalta.

Tilvitnun

Það var rigning með köldum rosastormi af hafi og miklu brimhljóði frá sjónum. Regnskýin beltuðu sig um fjöllin, og hjó í hamrabeltin milli skýjanna. Í hvilftinni utan við Raufarfell grillti í sjálfan jökulinn, sandrokinn og illa til fara. Hinn hvíti, glæsilegi faldur, sem aldrei var óhreinn, var hulinn langt upp í skýjunum. 

Úr sögunni Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta.

Hljóðbók
Anna frá Stóruborg

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00