Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.
Höfundur
Jón Trausti (Guðmundur Magnússon)

Útgáfa

2015
Skáldsögur á íslensku
Heiðarbýlið I - Barnið

Barnið eftir Jón Trausta er sjálfstætt framhald sögunnar Höllu og fyrsta bókin í ritröðinni Heiðarbýlið sem samanstendur af fjórum bókum.  Hefst hún þar sem sögunni Höllu sleppir.  Sögurnar nutu gríðarlegra vinsælda á sínum tíma, en segja má að með þessum sögum sínum hafi Jón Trausti haslað sér völl sem fyrsti metsöluhöfundur Íslands.  Sögurnar rekja líf og örlög fólks við erfiðar aðstæður í sveit, en þann veruleika þekkti höfundur vel. Skapar hann í sögunum ógleymanlegar persónur og samfélag og lýsingar hans á náttúrunni og umhverfinu á heiðinni eru hreint út sagt stórkostlegar.  

Til marks um það hvað Jón Trausti átti stóran sess í hjörtum sinnar samtíðar má t. a. m. vitna í orð Halldórs Kiljans Laxness úr bókinni Í túninu heima. Þar segir:  „Jón Trausti, Guðmundur Magnússon frá Hrauntanga í Öxarfjarðarheiði, stendur mér fyrir hugskotssjónum sem einn mestur undramaður að verið hafi í íslenskri sagnasmíð fyrr og síðar.  Allir vetur mínir heima eru tengdir minningunni um nafn þessa manns og verka hans."

Tilvitnun

Þeir sem fara fram með ströndum Íslands, fá lítið að sjá af landinu. Þeir fá að sjá hafþokuna og ef til vill hafísinn, brimrótið frá blindskerjunum, fuglabreiðurnar kringum vörpin og skipin á miðunum. Þeir sjá risavaxnar hamrahyrnur rísa úr sjónum og raða sér í fylkingar. Þær ber við himin og oft eru þær skýjum sveipaðar. Að baki þeirra bregður fyrir breiðum bungum með hjarnflákum. Á milli þeirra opnast þröngir firðir með sjóþorpum og smákauptúnum. Reykur beltar sig meðfram hlíðunum; skipasiglur ber á klettahjallana.

En innst blámr jafnan fyrir heiðarbrún, sem lokar innsýn til landsins. 

Úr sögunni Heiðarbýlið I - Barnið eftir Jón Trausta. 

Hljóðbók
Heiðarbýlið I - Barnið

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00