Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.
Höfundur
Jón Trausti (Guðmundur Magnússon)

Útgáfa

2015
Skáldsögur á íslensku
Heiðarbýlið II - Grenjaskyttan

Grenjaskyttan er önnur bókin í ritröðinni um fólkið á Heiðarbýlinu eftir Jón Trausta eða Guðmund Magnússon eins og hann hét með réttu; sú þriðja ef Halla er talin með.  Í bókinni höldum við áfram að fylgjast með örlögum þessa ágæta fólks á Heiðarbýlinu.  Sögurnar sem urðu mjög vinsælar byggja á margan hátt á reynslu Guðmundar sjálfs sem fyrstu árin ólst upp á heiðarbýlinu Hrauntanga í Öxarfjarðarsýslu.  Þá fæddist hann á bænum Rifi á Melrakkasléttu sem var nyrsti bærinn á Íslandi.  Þekking höfundar á aðstæðum á áreiðanlega mikinn þátt í því hve sögurnar eru trúverðugar og einfaldur stíll hans á vel við fábrotið lífið á norðurhjara veraldar þar sem fólk þarf að leggja allt í sölurnar bara til að komast af. 

Tilvitnun

Suðvestan-hlákuvindur þyrlaði vatninu út eftir ísnum á Hvammsvatni og gerði djúpa blá við norðurlandið. Vatnsýrurnar ruku upp um hlaðvarpann í Hvammi og heim á bæinn, svo að þilin voru rennvot. 

Úr sögunni Heiðarbýlið II - Grenjaskyttan eftir Jón Trausta. 

Hljóðbók
Heiðarbýlið II - Grenjaskyttan

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00