Höfundur
Benedikt Gröndal Sveinbjörnsson

Útgáfa

2015
Ljóð
Kvæði

Þrátt fyrir að nafn Benedikts Gröndals sé ekki sveipað sama ljóma og samtíðarmanna hans þeirra Matthíasar Jochumssonar og Steingríms Thorsteinssonar, var Benedikt á sínum tíma ámóta virtur og vinsæll sem skáld og þeir. Einhverra hluta vegna hefur tíminn ekki verið honum jafn hliðhollur og bæði nafn hans og verk hulin einhverju mistri fortíðar og ekki gefin mikill gaumur.  Það er mikil synd því ljóð hans búa yfir miklum töfrum og sóttu t.a.m. mörg ungskáld meira til hans en hinna tveggja.

Valmynd

Tilvitnun

Vakir og vefur

völva nætur

allt í iðdjúpu

alda skauti;

hrynja holskeflur

að hömrum frammi,

kveða svefna söng

Svölnis brúði.

 

Beltast hvít

fyrir blóma ilmi

þoka þunnblæjuð

á þremi bjarga.

Sofa nú liljur

á Svarins haugi,

dregnar draumbleikum

dúki mána.

 

Ymur dimmt

í djúpi norður

unnar gráð

fyrir auðum sandi.

Skelfur rós

af Skuldar hljóði,

hallast öldnum að

arasteini.

 

Úr ljóðinu Tunglskin eftir Benedikt Gröndal Sveinbjörnsson