Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.
Höfundur
Eggert Ólafsson

Útgáfa

2015
Ljóð
Kvæði

Eggert Ólafsson (1726-1768) orti töluvert um æfina þó svo að hann teljist ekki til stórskálda. Fjölnismenn hömpuðu honum og hafði hann mikil áhrif á þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson. Eggert var þó á engan hátt jafn mikið skáld og hann var fræðimaður og baráttumaður, og voru kvæði hans flest því marki brennd að vera farvegur fyrir skoðanir hans og baráttumál í lífinu. Þrátt fyrir að kvæði hans verði seint talinn haglega eða vel ort fá þau mikinn kraft úr eldmóðinum sem á stundum hrífur lesandann svo með sér að hann gleymir öllu öðru. Í þessari bók er að finna flest ljóða Eggerts.

Tilvitnun

Ísland ögrum skorið,

ég vil nefna þig,

sem á brjóstum borið

og blessað hefir mig,

fyrir skikkun skaparans.

Vertu blessað, blessi þig

blessað nafnið hans.

 

 

Gleymt ég get þér aldrei,

göfugt föðurland,

þótt í þykkju kaldri

þetta tryggða-band

fyrnast taki fyrir mér.

Vanmátturinn veldur því,

ég vil samt fylgja þér.

 

 

Upp á það að enda

ég drekk þína skál,

guð oss láti lenda

lífs nær endast mál

himnum á fyrir herrans vörð.

Unnum, þjónum þangað til

þessari fósturjörð.

 

 

Ísland ögrum skorið,

ég vil nefna þig,

sem á brjóstum borið

og blessað hefir mig,

fyrir skikkun skaparans.

Vertu blessað, blessi þig

blessað nafnið hans.

Ísland ögrum skorið eftir Eggert Ólafsson

Hljóðbók
Kvæði, Eggert Ólafsson

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00