Höfundur
Jón Trausti (Guðmundur Magnússon)

Útgáfa

2015
Skáldsögur á íslensku
Leysing

Þó svo að sagan Leysing eftir Jón Trausta (Guðmund Magnússon) sé fæstum kunn þessa dagana, er hún af sumum talin tímamótaverk í íslenskri bókmenntasögu. Sagan, sem skrifuð var haustið 1907 og fylgdi í kjölfar sögunnar Höllu frá árinu áður, lýsir af óvenjumiklum þrótti og skilningi þeim breytingum á sviði þjóðlífsins sem áttu sér stað á Íslandi á þessum árum. Dr. Stefán Einarsson hélt því fram í ritgerð um höfundinn að í Leysingu sé í fyrsta sinn í íslenskri skáldsögu lýst þjóðfélagslegri hreyfingu, baráttu gamalla og nýrra verslunarhátta.

Valmynd

Tilvitnun

Það var dauflegt í búðinni hjá Þorgeiri Ólafssyni, eða réttara sagt í búð Peter Jespersens Efterfölger, búð gömlu, dönsku fastaverslunarinnar á Vogabúðum. Engin lifandi sál hafði komið inn í búðina allan seinni hluta dagsins.  

Úr sögunni Leysing eftir J'on Trausta. 

Hljóðbók
Leysing

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00