Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.
Höfundur
Ólöf Sigurðardóttir

Útgáfa

2015
Ljóð
Ljóð

Ljóð Ólafar eru brennd marki erfiðs uppvaxtar og þeirra viðja sem ónógt frelsi bindur, en þó eru ljóð hennar persónulegri en tíðkaðist og sjónarhornið annað en hjá t.a.m. karlkyns skáldum þess tíma.  Vonbrigðin með sitt hlutskipti leyna sér ekki.  Ástin er henni ofarlega í huga, og þá aðallega ófullnægð ást og þráin eftir hinni sönnu ást.  Þá kemur fram sterk tilhneiging til að búa við frelsi og vera öðrum óháð, en hún og maður hennar Halldór bjuggu svo að segja aðskilin þó að þau byggju á sama bæ.  Var það fyrst og fremst að hennar ósk, en sýnir líka hvern mann Halldór hafði að geyma að láta þetta eftir henni.  Í þessu ljóðasafni eru öll ljóðin í ritsafni Ólafar sem kom út hjá Helgafelli árið 1945 og eru það öll ljóð sem kunn eru eftir Ólöfu.

Tilvitnun

Dýpsta sæla sorgin þunga

svífa hljóðlaust yfir storð.

Þeirra mál ei talar tunga,

tárin eru beggja orð. 

Ljóðið Tárin eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum.

Hljóðbók
Ljóð

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00