Höfundur
Jón Trausti (Guðmundur Magnússon)

Útgáfa

2015
Skáldsögur á íslensku
Söngva-Borga

Sagan Söngva-Borga er ein af þremur sögulegu skáldsögum Jóns Trausta (Guðmundar Magnússonar) þar sem hann sækir efniviðinn í sömu íslensku ættina. Hinar sögurnar eru Veislan á Grund og Hækkandi stjarna. Sögurnar eru þó allar sjálfstæðar og gerast á mismunandi tímum.  Er Söngva-Borga styst af þessum sögum en þó engu síðri en hinar. Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) hóf ritferil sinn á kveðskap og hér nýtir hann þá gáfu sína vel og skreytir söguna með ljóðum. Já, hér enn ein fjöðurin í hatt þessa íslenska skáldarisa.

Valmynd

Tilvitnun

Gleðskapur var á Geitaskarði. Þeir, sem ætluðu burt úr sýslunni til sjóróðra á vetrarvertíðinni, komu þar saman til að létta sér upp og kveðja kunningjana. Það var löng ferð og ill um hávetur suður á Suðurnes eða vestur undir Jökul, og fyrst er þangað var komið, byrjaði sjósóknin á harðasta og veðursamasta tíma ársins. Búast mátti við, að ekki kæmu allir aftur. 

Úr sögunni Söngva-Borga eftir J'on trausta. 

Hljóðbók
Söngva-Borga

Lengd : 00:00

Sækja hljóðbókina

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur, spjaldtölvur og snjallsímar.

Lengd : 00:00