Höfundur
Þorsteinn Erlingsson

Útgáfa

2015
Ljóð
Þyrnar

Þó svo að Þorsteinn hafi ort mikið frá unga aldri var það fyrst árið 1897 að ljóð hans voru birt á bók. Var það fyrir tilverknað Odds Björnssonar á Akureyri, en bókin fékk nafnið ,,Þyrnar”. Framan af voru ljóð Þorsteins hefðbundin í stíl og umgerð, og hann sótti yrkisefnin í sveitina og landið. Áhrif frá Steingrími Thorsteinssyni og Benedikt Gröndal leyndu sér ekki.  Í Kaupmannahöfn kynntist Þorsteinn sósíalisma sem hann tók fagnandi og afneitaði af sömu ákefð kristinni trú. Uppfrá því fór hann að sækja í önnur yrkisefni og ljóð hans urðu beinskeyttari og full af skoðunum á samfélaginu í kringum sig.

Valmynd

Tilvitnun

Þú manst, að fátækt var af náð oss veitt

af vorum drottni; það er gömul saga.

En guð og menn og allt er orðið breytt

og ólíkt því, sem var í fyrri daga.

 

Því fyrr var vissast vegi drottins á

að vera af hor og örbirgð nærri dauður;

því hærra nú sem herrans þjónar ná

því hærri laun, því meiri völd og auður.

 

Í fátækt skortir bæði náð og brauð,

því bendir guð þér veg með þjónum sínum

þú verður, vinur, fyrst að fá þér auð,

þá færðu líka náð hjá drottni þínum. 

Úr ljóðinu Örbirgð og auður eftir Þorstein Erlingsson.

Hljóðbók
Þyrnar

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00