Höfundur
Jón Trausti (Guðmundur Magnússon)

Útgáfa

2015
Skáldsögur á íslensku
Veislan á Grund

Sagan Veislan á Grund kom fyrst út árið 1915 og var í huga höfundar hluti þríleiks, en hver saga þess þríleiks sjálfstæð og óháð hinum. Í Veislunni á Grund er fjallað um atburði sem áttu sér raunverulega stað árið 1362. Voru þá nákvæmlega hundrað ár liðin frá því að Íslendingar lentu undir valdi Noregskonunga í kjölfar borgarastríðsins sem stóð yfir á 13. öld. Og þó svo að 14. öldin hafi ekki verið eins átakasöm og öldin á undan og ákveðinn stöðugleiki hafi fylgt því að valdið komst á eina hendi, var hún engan veginn laus við róstur og átök. Ekki voru allir sáttir við að vera komnir undir erlendan konung og umboðsmenn konungs hér á landi áttu í töluverðum deilum við landsmenn, ýmist vegna þeirra eigin yfirgangs, skattheimtu konungs og kergju landsmanna. Þó sagan sé ekki í hópi kunnustu sagna Jón Trausta, en hún engu að síður mjög skemmtileg og vel skrifuð. Einkum skal hér bent á náttúru- og umhverfislýsingar höfundar sem eru oft á tíðum stórbrotnar.

Valmynd

Tilvitnun

Snjólfur kanúki sat í stúku sinni og las í gömlum kálfskinnsblöðum. Hann taldi sér ekki saklaust að skrifa lengur, því Seljumannamessa var að morgni og helgin byrjuð. Og þó að hann hefði engar sérlegar mætur á þessum kvendýrlingum og skildi varla í því, að nokkur kona gæti í raun og veru verið guði þóknanleg, allra síst umfram karlmenn, gerði hann það Sunnefu hinni heilögu svo sem til virðingar, eða þó að minnsta kosti til geðs, að lesa í Seljumannasögu. 

Úr sögunni Veislan á Grund eftir Jón Trausta. 

Hljóðbók
Veislan á Grund

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00