Höfundur
Gísli Brynjólfsson

Útgáfa

2015
Ljóð

Gísli Brynjólfsson markaði spor bæði í bókmenntum okkar sem skáld og í stjórnmálasögu landsins, þó svo nafn hans sé ekki jafn þekkt og margra annarra. Hann var eldhugi í öllu sem hann gerði og frelsishugsjónin átti huga hans þó svo að hugmyndir hans í þeim efnum færu ekki alltaf saman við hugmyndir fjöldans. Sem ljóðskáld var hann í hávegum hafður um tíma, en þar einnig naut hann ekki alltaf sannmælis og fékk ekki þá almennu viðurkenningu sem hann átti skilið. Hefur því verið haldið fram að afstaða hans í stjórnmálum hafi þar haft sitt að segja, en Gestur Pálsson sagði eitt sinn að „vegna þeirra hafi hann orðið svo illa þokkaður meðal Íslendinga, að það hafi orðið tíska að neita honum um skáldanafn". Það var helst sem fræðimaður að Gísli hlaut þá viðurkenningu sem honum bar enda var hann t.a.m. betur að sér í fornum íslenskum kveðskap en flestir samtímamenn hans.

Valmynd

Hljóðbók
Valin ljóð eftir Gísla Brynjólfsson

Lengd : 00:15

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:15