Höfundur
Fergus Hume

Rafbækur

Útgáfa

2015
Bækur á ensku

Fyrsta bókin um kvenspæjarann Hagar Stanley eftir Fergus Hume kom út árið 1898. Er hér um safn af smásögum að ræða sem þó mynda samfellda frásögn. Aðalpersónan er sígaunastúlkan Hagar Stanley sem þarf að flýja ættbálk sinn til að komast hjá því að giftast manni sem hún hefur óbeit á. Hún leitar skjóls hjá eiginmanni látinnar frænku sinnar Jakobi Dix sem er fúllyndur veðmangari. Örlögin haga því þannig að hún tekur yfir búð hans og innan skamms fer fólk að leita til hennar með alls kyns vandamál. Með Hagar braut Hume blað í gerð sakamálasagna hvaða varðar kyn og uppruna hetjunnar, því Hagar er fyrsti kvenspæjarinn sem hvorki var ensk, amerísk eða frönsk. Í þá daga þótti það nokkuð byltingarkennd nýjung. Sögurnar eru skemmtilegar og lesandinn fær fljótt mikla samúð með þessari ungu stúlku sem þarf að glíma við ýmsar hindranir til að komast af en á ráð undir hverju rifi.