Höfundur
Oscar Wilde

Rafbækur

Útgáfa

2015
Bækur á ensku

Allar sögurnar í þessu smásagnasafni Wildes eru hreint út sagt frábærar og það er trú þess sem þetta ritar að í þessum sögum hafi hæfileikar Wildes risið einna hæst; það er eins og við skynjum hinn eina sanna Oscar Wilde í gegnum þær. Sögurnar í safninu eru, auk titilsögunnar, The Canterville Ghost, The Sphinx Without a Secret, The Model Millionaire og The Portrait of Mr. W.H. Eins og í öðrum verkum Wildes er ádeilan ekki langt undan í þessum sögum og höfundur er sífellt að fá lesandann til að líta í eigin barm og endurskoða afstöðu sína til alls kyns hluta. Ólíkt svo mörgum öðrum samtímahöfundum eru viðfangsefni Wildes almenn í eðli sínu og nálgunin heimspekileg þannig að auðvelt er að heimfæra verk hans upp á hvaða tíma sem er. Kunnasta sagan í þessu safni er án efa The Canterville Ghost en hún hefur verið kvikmynduð nokkrum sinnum með góðum árangri.