Rafbækur
Útgáfa
Bókin Netljóð I er fyrsta ljóðabók Matthíasar sem eingöngu hefur verið aðgengileg á Netinu. Kom hún fyrst út á Skólavefnum árið 2008. Bókin geymir 80 ljóð eftir Matthías þar sem víða er komið við; viðfangsefnin mörg og áleitin. Hér má t.a.m. finna stemningsljóð frá ferðalögum Matthíasar innanlands og erlendis, en eins og þeir sem gerst til þekkja yrkja fáir slík stemningsljóð betur en Matthías. Þá eru stóru spurningar aldrei langt undan og skáldið veigrar sér ekki við að glíma við þær af þrótti og innsæi. Ljóðin Þunglyndiskast ellilífeyrisþegans og Guðskenningin eru góð dæmi um það. Þá talar Matthías hér af einlægni við gengin skáld eins og Jónas og Byron lávarð, auk þess sem hann talar tæpitungulaust við þig lesandi góður og er tilbúinn að veita þér hlutdeild í ljóðaheimi sínum.