Höfundur
Fergus Hume

Rafbækur

Útgáfa

2015
Bækur á ensku

Áhugaverð og skemmtileg sakamálasaga úr smiðju Fergus Hume sem var einn af meisturum slíkra sagna undir lok 19. aldar þegar Arthur Conan Doyle var að skrifa fyrstu Sherlock Holmes sögurnar. Þessi saga er talin með betri sögum Humes en hann skrifaði vel á annað hundruð sögur. Sagan hefur að geyma flest það sem prýða má skemmtilega sakamálasögu, s.s. morð, falsanir og áhugaverðar persónur. Þó svo að sagan sé skrifuð inn í annan tíma og annan veruleika, er persónusköpun Humes það góð að margar af sögum hans standast ágætlega tímans tönn. Já, það er alltaf gaman að skyggnast inn í fortíðina og athuga hvernig menn gerðu þetta þá.