Höfundur
Fergus Hume

Rafbækur

Útgáfa

2015
Bækur á ensku

The Silent House er kynngimögnuð sakamálasaga með dulrænan undirtón eftir Fergus Hume sem var einn vinsælasti afþreyingarhöfundur Englendinga við lok nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu. Í sögunni segir frá húsi númer 13 sem stendur autt og yfirgefið í algjörri andstöðu við önnur hús í Geneva Square og hefur verið þannig í tuttugu ár. Þar hafði átt sér stað harmleikur og verið framið morð. En þrátt fyrir að enginn ætti þar heima hafði fólkið í götunni séð ljósi bregða þar fyrir á síðkvöldum og sumir töldu sig jafnvel hafa orðið varir mannaferða. Þegar svo einhver ákveður að fara og kanna húsið nánar og finnst síðan dauður á stofugólfinu með hníf í gegnum hjartað er nauðsynlegt að kanna málið betur. Hér er á ferðinni bók sem heldur athygli manns frá upphafi til enda.