Höfundur
Sigurður Róbertsson

Útgáfa

2015
Arfleifð frumskógarins

Arfleifð frumskógarins eftir Sigurð Róbertsson sem kom  fyrst út árið 1972 hlaut góðar viðtökur og þótti þá ágætt innlegg í þann tíma, en í kynningartexta sem fylgdi bókinni má finna eftirfarandi lýsingu:  ,,Arfleifð frumskógarins fjallar um nútímamanninn í umróti tuttugustu aldar og viðleitni hans til að fylgjast með hamskiptum tímans.“ Sigurður var kunnur rithöfundur á sínum tíma og hlaut ýmsar viðurkenningar á löngum ritferli, ekki síst fyrir leikrit sín, en af þekktum leikritum hans má nefna Uppskera óttans (1955) og Mold (1966). Arfleifð frumskógarins var fimmta skáldsaga Sigurðar en áður höfðu komið út sögurnar, Augu mannanna (1946), Vegur allra vega (1949), Bóndinn í Bráðagerði (1954) og Gróðavegurinn (1956).  Sigurður lést árið 1996.

Valmynd

Tilvitnun

Húsið er byggt í þeim faktorsstíl sem almúginn taldi hæfa þjóðhöfðingjum einum á því skeiði sögunnar þegar þjóðtrúin drottnaði ofar veruleikanum. Rishátt með útskornum upsum og vindskeiðum, smáum rúðum í gluggum og renndum pílárum umhverfis dyrapall og tröppur, rígheldur það í fornan virðuleik í trássi við önnur hús götunnar sem eru yngri að árum og státa af því að tolla skár í tískunni. 

En það er ekki aðeins útlit þess sem storkar framvindu tímans. Innan dyra gildir annað tímatal en utan veggja og þeir sem eiga þangað erindi anda léttar er þeir komast aftur á sinn eðlilega samastað í tímanum. 

Úr skáldsögunni Arfleifð frumskógarins eftir Sigurð Róbertsson. 

Hljóðbók
Arfleifð frumskógarins

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00