VALSHREIÐRIÐ eftir Einar Benediktsson

Sagan Valshreiðrið hefur af mörgum verið talin besta smásaga Einars Benediktssonar, Hana er að finna í fyrstu bók hans, Sögur og kvæði, sem kom út 1897.  Voru þrjár aðrar sögur í þeirri bók, Svikagreifinn, Gullský og Farmaðurinn; allt mjög frambærilegar sögur, þó þær séu mjög ólíkar hver annarri, Um söguna skrifaði Kristján Karlsson í  formála sínum að sögum Einars sem kom út árið 1980: ,,Valshreiðrið er á hinn bóginn svo vel skrifuð, að merking hennar liggur í sjálfum stílnum; hún er meðal allra bestu smásagna tungunnar". Já, ummælin gerast vart betri. Í sögunni rifjar maður upp fyrstu ást sína og hvað varð til þess að slitnaði upp úr því sambandi.  Sagan er sögð af mikilli nærfærni og hreinskilni þar sem báðar aðalpersónur sögunnar njóta sannmælis.  Umgjörð sögunnar er stórbrotin og kallast á við sjálfa ástarsöguna með nokkuð beinum og skýrum hætti.

Image

Tengill

Nánari flokkun

Rafbækur á Lestu.is

Hljóðbækur á Hlusta.is