Höfundur
Jón Trausti (Guðmundur Magnússon)

Útgáfa

2015
Skáldsögur á íslensku
Borgir

Sagan Borgir eftir Jón Trausta var eins og sagan Leysing skrifuð árið 1907 en hún endurspeglar vel þær breytingar sem íslenskt samfélag gekk í gegnum á þeim árum. Ólíkt t. a. m. sögunni um Höllu sem hann skrifaði árinu áður er sjónarhornið í Borgum tengt sjónum og þeim uppgangi sem á sér stað í sjávarútvegnum. Vilja þeir sem gerst til þekkja meina að sögusviðið í Borgum sé Seyðisfjörður og nágrenni, en Guðmundur bjó um tíma á Austfjörðum, starfaði m. a. eitt og hálft ár við sjómennsku í Mjóafirði áður en hann hóf að nema prentiðn undir handarjaðri Skafta Jósefssonar ritstjóra Austra á Seyðisfirði. Þrátt fyrir að sagan Borgir sé kannski ekki eins kunn og sögur á borð við Höllu og Önnu frá Stóruborg, gefur hún þeim ekkert eftir og er nauðsynleg lesning fyrir alla áhugamenn um íslenskar bókmenntir.

Valmynd

Tilvitnun

Anno Domini 1898, sunnudaginn hinn sjötta eftir Trinitatis, laust fyrir hádegi, sat ungi aðstoðarpresturinn á Grund í Grundarfirði, séra Gísli Jónsson, við opinn glugga í stofunni og horfði út á fjörðin.

Hann ætlaði að leggja út af guðspjallinu um réttlæti Faríseanna um daginn og hafði ræðuna tilbúna. Hún lá skrifuð fyrir framan hann á borðinu. Hann var búinn að þaullesa hana, svo að hann var viss um, að hann mundi hvergi reka í vörðurnar. En nún var hann farinn að örvænta um, að sér mundi gefast kostur á að flytja hana að þessu sinni, því enginn kom til kirkjunnar. 

Úr sögunni Borgir eftir Jón Trausta. 

Hljóðbók
Borgir

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00