Höfundur
Jóhann Magnús Bjarnason

Útgáfa

2015
Skáldsögur á íslensku
Eiríkur Hansson 2 - Baráttan

Baráttan er annar hluti sögunnar um Eirík Hansson eftir Vestur-íslenska rithöfundinn Jóhann Magnús Bjarnason. Skrifaði hann söguna á árunum 1893-1897, en Oddur Björnsson hóf útgáfu hennar á Íslandi árið 1899. Í þessum öðrum hluta fylgjumst við áfram með söguhetju okkar Eiríki Hanssyni og baráttu hans við að fóta sig í nýju landi. Er hér á ferðinni skemmtileg saga sem allir unnendur góðra bóka, hvort heldur er börn eða fullorðnir geta haft bæði gagn og gaman af að heyra.

Valmynd

Tilvitnun

Ég var nú orðinn þrettán vetra gamall. Ég var hvorki hár né þrekinn eftir aldri, en ég vissi hvað lífið og heimurinn í raun og veru er, fullt eins vel og aðrir unglingar á því reki. Ég hafði séð meira af heiminum en flest börn, íslensk að minnsta kosti. Marga sólskinsdaga höfðu þessi þrettán ár fært mér og oft hafði ég verið frískur og kátur, en þessi þrettán ár höfðu líka stundum verið mér myrk og köld. 

Úr Eiríki Hanssyni 2 - Baráttan eftir Jóhann Magnús Bjarnason.

Hljóðbók
Eiríkur Hansson 2 - Baráttan

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00