Rafbækur
Útgáfa
Þráin nefnist þriðji og síðasti hluti sögunnar um Eirík Hansson eftir Jóhann Magnús Bjarnason. Hún tekur upp þráðinn þar sem öðrum hlutanum lýkur og við fylgjumst með Eiríki þar sem hann er að halda inn í heim fullorðinna. Margir hafa bent á að sagan sé að mörgu leyti ævisaga höfundar, alla vega notast hann við mjög margt úr eigin ævi. Sagan er einlæg og falleg og persónulegur stíll Jóhanns Magnúsar er eins og sniðinn að sögu sem þessari. Þá má líka segja að sagan hafi töluvert heimildagildi um það hvernig var fyrir Íslendinga að hefja líf í Vesturheimi á síðari hluta 19. aldar.
Og tíminn leið undrunarlega fljótt. Ég var kominn á sextánda árið - aldurskeiðið þegar maður fer fyrst fyrir alvöru að líta ögn í kringum sig á leiksviði mannlífsins, fer ofurlítið að átta sig á hlutunum í kring og sambandinu á milli þeirra, fer að skyggnast inn í leyndardóma tilverunnar, og fer að reyna að sundurleysa hinar ýmsu ráðgátur lífsins, aldurskeiðið, þegar maður stendur eins og á vegamótum og er í vafa um til hvorrar handar hann á að halda, er í vafa hvaða þátt hann á að leika á hinu mikla leiksviði mannlífsins en finnur þó hjá sér brennandi hvöt til að leika þar einhvern stóran og áríðandi þátt.
Úr Eiríkur Hansson 3 - Þráin eftir Jóhann Magnús Bjarnason.
Lengd : 00:00
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsímaSmelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 00:00
Innskráðu þig til að hlusta.
Innskráning