Rafbækur
Útgáfa
Hafblik kom út árið 1906 og var önnur frumsamda ljóðabók Einars. Áður hafði komið út eftir hann Sögur og kvæði árið 1897 og þýðing Einars á leikriti Henrik Ibsens Pétri Gaut árið 1901. Vilja margir meina að Hafblik sé ein af betri bókum Einars. Í bókinni er að finna frumsamin ljóð auk margra öndvegisþýðinga. Var bókin rökrétt framhald af fyrstu bók Einars; tónninn persónulegur og nýstárlegur og krefur lesandann um óskipta athygli. Þrátt fyrir að umfjöllunarefni ljóðanna séu á sömu nótum og í fyrri bókinni eru ljóðin á margan hátt þroskaðri og hugsunin skýrari.
Volduga hjartaslag hafdjúpsins kalda,
af hljóm þínum drekk ég mér kraft og frið.
Ég heyri í þér, skammlífa, skjálfandi alda,
skóhljóð tímans, sem fram skal halda,
og blóð mitt þýtur með brimsins nið.
Ég beini sál minni að helsins hafi,
sem handan við sól drekkur lífs míns straum.
Ég sé minn himin með sólbjarmatrafi
við sjóndeild blandast skugganna kafi
og sekk mér í hugar míns dýpsta draum.
Ég sekk mér í brimhljóðsins sogandi öldu
og sál mína að óminnisdjúpinu kný.
Ég tel mig í ætt við unnina köldu,
sem einn af dropunum mældu og töldu,
sem hljómbrot í eilífðarhafsins gný.
Ljóðið Brim eftir Einar Benediktsson
Lengd : 00:00
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsímaSmelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 00:00
Innskráðu þig til að hlusta.
Innskráning