Rafbækur
Útgáfa
Sagan af Heljarslóðarorrustu eftir Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal kom fyrst út árið 1861 og er með kunnustu verkum hans. Er þetta gamansaga, þar sem meginsögusviðið er rammað inn af orrustunni við Solferino sem háð var árið 1859, en þar tókust á annars vegar sameinaður her Frakka undir stjórn Napóleons III. og her Sardiníu undir stjórn Viktors Emmanúels II. og hins vegar her Austurríkismanna undir stjórn keisarans Franz Jósefs I. Mun það hafa verið síðasta orrustan í veraldarsögunni þar sem þjóðhöfðingjar fóru sjálfir fyrir herjum sínum. Inn í atburðarásina spinnast svo fleiri samtímaatburðir, erlendir og innlendir. Sagan er skrifuð í stíl fornaldarsagna sem Benedikt gerir af stakri snilld og úr verður listileg frásögn sem kitlar hláturtaugarnar og spyr áleitinna spurninga um stríð og stjórnmál í leiðinni. Stórbrotið bókmenntaverk sem á erindi við alla tíma.)
Svo segja vitrir menn, að sá hluti heimskringlunnar, er vér köllum Norðrhálfu, er skiptr milli þriggja höfuðkonunga; ræðr einn Franklandi, annarr Austrríki; þeir eru keisarar að tign; en hinn þriði ræðr Bretlandi, það er meykóngr.
Fyrir Franklandi ræðr sá, er Napóleon heitir; hann er höfðingi mikill og ráðríkr, vitr og ráðigr og ekki við allra skap; hann á drottningu er Evgenía heitir; hún er skörungr mikill og kvenna fríðust. Frankland er byggt af þeim mönnum, er Frankar heita eðr Frakkar; eru þeir komnir í föðrætt af Japhet Nóasyni, en í móðrætt af Alkibíades enum gríska; þeir eru vaxnir sem aðrir menn, léttlyndir í skapi og gleðimenn miklir; þar er unnin ull mikil og vaðmál. Konur hafa þeir flestir fleiri en eina, eða fylgikonur, og svo hafa og konur fleiri en einn mann, og þykir það kurteisi.
Úr sögunni Heljarslóðarorrusta eftir Benedikt Gröndal Sveinbjörnsson
Lengd : 00:00
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsímaSmelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 00:00
Innskráðu þig til að hlusta.
Innskráning