Rafbækur
Útgáfa
Sagan Maður og kona eftir Jón Thoroddsen kom fyrst út árið 1876, átta árum eftir lát Jóns og tuttugu og sex árum eftir útkomu fyrstu íslensku skáldsögunnar, Pilts og stúlku. Sagan er á margan hátt svipuð og Piltur og stúlka, en þó má merkja að sá sem stýrir pennanum býr yfir meiri þroska. Þrátt fyrir að Jón hafi ekki haft margar íslenskar fyrirmyndir til að byggja sögur sínar á, tókst honum ágætlega upp í þessum sögum. Hann nær að draga upp skýra mynd af bændasamfélagi sinnar samtíðar, en það hefur helst verið fundið að því hvað aðalpersónurnar í sögunum séu daufar og skorti líf. Hann bætir það þó upp með ýmsum aukapersónum. Jóni tókst ekki að ljúka við Mann og konu en sagan stendur þó ágætlega fyrir sínu og er skyldulesning fyrir alla sem unna íslenskum bókmenntum.
Það var einn vetur, skömmu eftir þrettánda, að heimilisfólk í Hlíð var gengið til rökkursvefns, sem vandi er til á bæjum, nema sauðmaður; hann var úti. Húsum í Hlíð var svo varið, að þar var baðstofa í fimm stafgólfum og þiljuð sundur uppi, og var lofthús á öðrum enda; það var herbergi þeirra hjóna, sigurðar og Þórdísar, og voru rúm þeirra sitt hvorum megin, langsetis undir hliðunum, og borð eitt lítið á millum fyrir miðjum gafli.
Úr sögunni Maður og kona eftir Jón thoroddsen.
Lengd : 00:00
Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.
Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsímaSmelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Lengd : 00:00
Innskráðu þig til að hlusta.
Innskráning