Staða

Staða

Lestu textann og svaraðu spurningunum eins vel og þú getur.
Höfundur
Jón Thoroddsen

Útgáfa

2015
Skáldsögur á íslensku
Piltur og stúlka

Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen kom út árið 1850 og telst vera fyrsta íslenska skáldsagan sem gefin var út á Íslandi. Setti sagan tóninn fyrir þá höfunda sem á eftir komu. Sagan hefur löngum verið talin falla undir mælistiku raunsæis, enda lýsir hún íslenskum samtíma nokkuð vel og trúverðuglega, en ef litið er á byggingu sögunnar, persónusköpun og fléttu verður annað upp á teningnum. En hvað sem öllum flokkunum líður er sagan mikilvæg í sögulegu tilliti og þá er ekki verra að hún líka bráðskemmtileg aflestrar.

Tilvitnun

Á austanverðu Íslandi liggur hérað eitt mikið og fagurt, er ... hérað heitir; þar gjörðist saga sú, er hér skal rituð. Hérað þetta er allfjölbyggt, en var þó betur bæjum skipað á dögum Síðu-Halls, og sést nú víða aðeins fyrir tóftum, þar sem sögurnar segja, að verið hafi vel hýst höfðingjasetur. Sjón er sögu ríkari, en eigi vitum vér, hvað veldur. 

Úr sögunni Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen. 

Hljóðbók
Piltur og stúlka

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00