Höfundur
Einar Benediktsson

Útgáfa

2015
Smásögur á íslensku
Sögur

Þessi bók hefur að geyma sögur þær sem Einar lét fylgja með ljóðunum í fyrstu bók sinni Sögur og kvæði sem kom út árið 1897. Eru það sögurnar Svikagreifinn, Gullský, Valshreiðrið og Farmaðurinn. Af þeim er sagan Valshreiðrið kunnust, en hún þykir af mörgum besta sagan sem Einar skrifaði. Hinum sögunum þrem hefur lítið verið hampað, enda standa þær Valshreiðrinu langt að baki í listrænu tilliti. Þær eru þó allrar athygli verðar og um margt skemmtileg lesning. Þá má með nokkrum sanni segja að sagan Gullský verði vart flokkuð sem saga, heldur einhvers konar stemningsprósi. Söguna eða sögubrotið, Undan krossinum, lét Einar prenta árið 1898.

Valmynd

Tilvitnun

Í sögu þeirri, sem hér fer á eftir, er skýrt rétt frá viðburðum, er skeð hafa fyrir allmörgum árum í héraði einu á Íslandi, og er sagan þannig sönn, en nöfnum manna og staða er breytt, og er einnig sneitt hjá öðru því í frásögninni, er kynni að geta leitt til þess, að menn könnuðust við það, meðal hverra og á hverjum stöðum sagan hefur gerst. —

— Það var einn dag á miðju sumri, að þrír menn riðu saman yfir F-heiði, sem liggur milli tveggja frjósamra byggðarlaga á norðanverðu Íslandi. — Tveir af þeim voru miðaldra menn, en einn ungur, á að giska tvítugur. Sást það glöggt á reiðlagi þeirra, að sá yngsti var íslenskur maður en hinir útlendingar. —

Þeir námu staðar við stein einn, er stendur á miðri heiðinni, þar sem ferðamenn eru vanir að æja hestum sínum; sprettu þeir þar af og settu koffortin saman á slétta grasflöt fyrir framan sig.

Úr sögunni Svikagreifinn eftir Einar Benediktsson

Hljóðbók
Svikagreifinn

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00

Gullský

Lengd : 00:00

Valshreiðrið

Lengd : 00:00

Farmaðurinn

Lengd : 00:00