Höfundur
Gestur Pálsson

Útgáfa

2015
Skáldsögur á íslensku
Sögur 1

Fyrsta sagan sem Gestur skrifaði í raunsæisstíl var Kærleiksheimilið sem hann samdi úti í Kaupmannahöfn og birti í tímaritinu Verðandi. Eftir að hann kom heim birti hann söguna Hans Vöggur, sem margir telja með hans bestu sögum. Í þessu safni er að finna sex sögur sem allar eru dæmigerðar fyrir Gest og eru góð leið til að kynnast þessum oft á tíðum misskilda snillingi.

Valmynd

Tilvitnun

Hans vöggur hafði verið vatnskarl í Reykjavík nær því svo lengi, sem menn mundu eftir. Og jafnlengi hafði hann raulað sömu vísuna með sama vísnalaginu fyrir munni sér, þegar hann var búinn að pósta vatnið upp í föturnar sínar úr póstinum í Aðalstræti og var kominn á stað. Hann gekk raulandi upp allt strætið. Og hvar sem menn hittu Vögg á ferð með föturnar sínar, raulaði hann alltaf með sama lagi þessa vísu: Vöggur karlinn vatnar borg, Vögg þó flestir gleyma; enga gleði, enga sorg á hans líf að geyma. 

Úr sögunni Hans vöggur eftir Gest Pálsson.

Hljóðbók
Grímur kaupmaður deyr

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00

Hans Vöggur

Lengd : 00:00

Kærleiksheimilið

Lengd : 00:00