Höfundur
Jóhann Jónsson

Útgáfa

2015
Ljóð
Söknuður

Jóhann Jónsson skáld skildi ekki mikið ljóðasafn eftir er hann kvaddi þennan heim ungur að árum, en ljóð hans, ,,Söknuður” er eitt fallegasta ljóð sem ort hefur verið á íslenska tungu, og þó svo að liðin séu um áttatíu ár síðan það kom út hefur snilld þess hvergi fölnað og stendur það enn á jafntraustum grunni og þegar það var ort.  Ljóðið er einnig merkilegt fyrir það að  ásamt með ljóðinu Sorg eftir Jóhann Sigurjónsson er það talið marka upphaf nútíma ljóðagerðar.  Nýtt og ferskt form þess olli straumhvörfum í íslenskri ljóðagerð.  Jóhann varð ekki langs lífs auðið, en hann fæddist 12. September árið 1896 og lést 1. September árið 1932 stuttu fyrir þrítugasta og sjötta afmælisdag sinn. úr berklum.  Þessi bók hefur að geyma ljóð og laust mál Jóhanns, auk vandaðra ritgerða um manninn og verk hans eftir þá Gunnar Má Hauksson og Inga Boga Bogason 

Valmynd

Tilvitnun

Dagurinn fölnar

við djúpin blá.

Kvöldgolan kveður

við kulnuð strá

draumbót dauðans.

Dökkvinn flæðir

sem eitur í sár

þau, er sólunni blæðir. 

Ljóðið Kvöld eftir Jóhann Jónsson.

Hljóðbók
Söknuður

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00