Höfundur
Þorgils gjallandi (Jón Stefánsson)

Útgáfa

2015
Smásögur á íslensku
Gamalt og nýtt

Þorgils gjallandi eða Jón Stefánsson eins og hann hét réttu nafni, kvaddi sér fyrst hljóðs sem rithöfundur árið 1892 með bók sinni Ofan úr sveitum en hún innihélt þrjár stuttar sögur og eina lengri sögu, Gamalt og nýtt. Var hann þá orðinn rúmlega fertugur að aldri. Þrátt fyrir að Þorgils væri ekki að skrifa inn í langa og ríka smásagnahefð hér á landi var öllum ljóst við lestur bókarinnar að hér var enginn venjulegur rithöfundur á ferð og ekki maður sem batt bagga sína sömu hnútum og aðrir á ritvellinum. Sögur hans hneyksluðu og kölluðu fram sterk viðbrögð, enda réðst hann í þeim gegn ríkjandi viðhorfum og skinhelgi hvað varðaði grundvallarstofnanir samfélagsins, s. s. hjónaband og kirkju. Þá var stíll hans beinskeyttur og óvæginn sem truflaði marga. 

Valmynd

Tilvitnun

,,...Æskan og sakleysið, sönn menntun og mannkostir hafa í dag tengst óslítandi böndum eilífrar ástar, í Drottins hús, frammi fyrir alsjáandi Guði. Það er fögur sjón að sjá hið hreina, góða, fagra og göfuga leggja persónulega saman hendur, vita guðsblessun lagða yfir þær, sjá elskendurna tengjast saman um tíma og eilífð. Það er í stuttu máli Paradís til vor komin, er enginn vélafullur höggormur skríður kringum."

Úr sögunni Gamalt og nýtt eftir Þorgils gjallandi. 

Hljóðbók
Gamalt og nýtt

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00