Höfundur
Jón Trausti (Guðmundur Magnússon)

Útgáfa

2015
Skáldsögur á íslensku
Halla

Halla eftir Jón Trausta, sem hét með réttu Guðmundur Magnússon er fyrsta bókin í ritröðinni um fólkið í Heiðarbýlinu, en þær bækur allar nutu gríðarlegra vinsælda þegar þær komu út og hafa gert alla tíð síðan. Það má reyndar með nokkrum sanni segja að Halla sé fyrsta metsölubókin á Íslandi.  Ástæðuna fyrir því að Guðmundur Magnússon skrifaði undir dulnefni má rekja til þess að ljóð sem hann hafði látið frá sér fara hlutu litla náð hjá þeim sem skrifuðu um bókmenntir.  En þegar sagan Halla kom út árið 1906 vissi enginn hver höfundurinn var. Í kjölfarið skrifaði hann fjórar bækur undir yfirheitinu Heiðarbýlið og margar fleiri sögur.  Jón Trausti lést fyrir aldur fram árið 1918 úr spænsku veikinni og er með ólíkindum hvað honum tókst að skrifa mikið á ekki lengri tíma.  Sögur Jóns Trausta eru sprottnar úr íslenskum raunveruleika og fundu strax samhljóm í hjörtum landsmanna.   Þær eru sannferðugar örlagasögur sem Íslendingar lifðu frá degi til dags.

Valmynd

Tilvitnun

Enginn vera á jarðríki er eins hamingjusöm eins og ung stúlka, sem er hraust og fríð sýnum. Og enga veru leggur óhamingjan eins í einelti. Þar vaka hinar grimmu nornir stöðugt yfir bráð sinni og eru alltaf og alls staðar nálægar. Það er næstum ótrúlegt, hve lítil atvik geta dregið ævilangt auðnuleysi á eftir sér. 

Úr sögunni Halla eftir Jón Trausta.

Hljóðbók
Halla

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00