×

Status message

Oops, looks like this request tried to create an infinite loop. We do not allow such things here. We are a professional website!
Höfundur
Benedikt Gröndal Sveinbjörnsson

Útgáfa

2015
Ævisaga
Dægradvöl

Dægradvöl er sjálfsævisaga Benedikts Gröndals og er hún af mörgum talin með betri slíkum sögum sem skrifaðar hafa verið á Íslandi.  Benedikt tekst á meistaralegan hátt að flétta saman sitt eigið lífshlaup og það sem er að gerast í samfélaginu í kringum hann.  Já, hér er á ferðinni góður aldarspegill yfir nítjándu öldina.

Valmynd

Tilvitnun

Álftanes liggur á milli Hafnarfjarðar og Skerjafjarðar og er flatt og lítt bunguvaxið sumstaðar; inn í það ganga víkur tvær, önnur að sunnanverðu og heitir Skógtjörn, en hin norðanverðu og heitir Lambhúsatjörn; þessar víkur skipta nesinu eiginlega í tvo hluti, og er eið allbreitt á milli; á eiðinu miðju er bær, sem heitir Selsgarður eða Selsskarð. Meginhluti Álftaness telst frá Kópavogi og að Hafnarfjarðarkaupstað, og er raunar óeiginlega kallað „Álftanes", því að þótt sagt sé „Garðar á Álftanesi", þá er aldrei sagt ,,Hafnarfjörður á Álftanesi", né „Arnarnes á Álftanesi". Á meginhlutanum eru ýmsir bæir og sveitalegt og fagurt; Garðahraun er partur af hinum stórkostlegu Reykjanesshraunum og eykur það landsfegurðina eigi lítið á sumrin, þar sem silfurgrár gamburmosi klæðir hvarvetna hraunklettana, sumstaðar eins og stórir flákar, en sumstaðar í dældum og djúpsignum lautum, en í gjótunum vaxa ýms grös og jurtir og verða hávaxnar og sællegar, þar sem þær eru í skjóli fyrir öllum vindum og geta notið sólarinnar í næði: stórar brekkur með fagurgrænum laufaskurði bærast uppi yfir fjólubláu lyfjagrasi og heiðgulum dvergasóleyjum; sumstaðar hallast einstaka jarðarber upp við grænan kúluvaxinn kodda, alvaxinn lifrauðu lambagrasi, en geldingahnapparnir eða gulltopparnir lúta fram yfir gjótubarmana, þar sem kóngulóin hefur dregið sinn smágjörva vef. Sumstaðar mæna undarlega vaxnir hraundrangar upp úr grastóm og mosabingjum; á forntroðnum götustígum minna máðar steinbárur á eldvelluna, sem hefur áður verið rennandi og gljúp — sólskríkjur, steindeplar og maríuerlur fljúga til og frá og tísta við og við, annars heyrist hér ekkert hljóð, nema niðurinn úr Hraunsholtslæk, þar sem hann fellur út í Arnarnessvog.

Úr Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson

Hljóðbók
Dægradvöl

Lengd : 00:50

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:50