Námsvefur fyrir fólk á
framhaldsskólastigi

Á döfinni

Nýtt námsefni um fyrri heimsstyrjöldina

Nú bjóðum á glænýtt efni um fyrri heimstyrjöldina í aðgengilegum búningi fyrir framhaldsskóla. Fyrri heimsstyrjöldin var ásamt með síðari heimstyrjöldinni sá atburður sem hvað mest mótaði tuttugustu öldina og þann veruleika sem við búum við í dag. Til að skilja betur samtímann er nauðsynlegt að kunna á henni skil. 

Fimm stuttar bækur 

Efnið skiptist í fimm stuttar bækur og má segja að fyrstu tvær bækurnar séu heildstætt efni þar sem farið er yfir aðdraganda styrjaldarinnar, gang hennar og niðurstöður. Hinar þrjár bækurnar eru ítarefni fyrir þá sem vilja fræðast enn frekar um meginmálið.

Uppsetning

Efnið er hægt að prenta út en svo er efnið einnig aðgengilegt á góðri vefsíðu þar sem hægt er að hlusta á það upplesið og glíma við gagnvirkar fjölvalsspurningar. 
Þá munum við innan skamms bjóða upp á myndbandsviðtöl við nokkra einstaklinga sem upplifðu átökin á eigin skinni. 

Síðari heimsstyrjöldin væntanleg

Samskonar efni um síðari heimsstyrjöldina væntanlegt innan skamms.  

Við á Framhaldsskóli.is kynnum hér með kennsluleiðbeiningar með Sandárbókinni, skáldsögu Gyrðis Elíassonar. Jafnframt er okkur ánægjuefni að geta boðið áskrifendum okkar upplestur höfundarins á þessari mögnuðu sögu. Sandárbókin kom út árið 2007; hún hefur verið þýdd á mörg tungumál og hlotið mikið lof gagnrýnenda. Meðal annars komst hún á lista yfir bestu bækur ársins 2012 í Danmörku.

 

Í leiðbeiningunum er stuttur inngangur um bókina en síðan er umræða um hvern kafla ásamt opnum spurningum og gagnvirkum (ásamt svörum) sem kennari getur lagt fyrir nemendur eftir þörfum. Einnig eru gerðar tillögur að nemendaverkefnum til úthlutunar sem nemendur geta síðan kynnt frammi fyrir hópnum. Í lokin er vísað í nokkrar umsagnir um skáldsöguna.

Að hætti Gyrðis er umfjöllun um viðkvæm efni öfgalaus og einkennist af umburðarlyndi; en víða glittir í kaldhæðni í bland við glettni og húmor. Við kynnumst úr vissri fjarlægð „hinum venjulega Íslendingi“, en nærmyndin er af listamanni á jaðri samfélagsins.

 

Annað sem vekur athygli er það hvernig Gyrðir tengir menningu okkar og listir við menningu annarra þjóða, við erum ekki eins einangruð í menningarlegu tilliti og við viljum stundum vera láta.

 

Það er galdur í stíl Gyrðis – og eins og spáð er í þessum leiðbeiningum eiga sumir kaflar bókarinnar eftir að verða klassík, sbr. kaflann um karlana á hlaupum með rauðu slökkvitækin!  

 

Við teljum að Sandárbókin henti vel til lestrar á unglingastigi því að hún tekur m.a. á ýmsu sem snertir samskipti manna og glímir um leið við stórar spurningar um lífið, listina og tilveruna; einnig um ýmis samfélagsmál á líðandi stund, t.d. hvað viðkemur sambandi manns og náttúru. 

Í dag kynnum við aftur nýja kennslubók í íslensku sem nefnist Bókmenntasögulegt yfirlit frá landnámi til siðaskipta og er eftir Baldur Hafstað. Er þetta grunnbók þar sem farið er yfir efnið á nýstárlegan og áhugaverðan hátt sem ætti að höfða betur til nemenda. Efnið er aðgengilegt sem vefbók og til útprentunar. Þá fylgja vefútgáfunni góðar hugtakaskýringar og gagnlegar fjölvalsspurningar til að hjálpa nemendum að festa fróðleikinn betur í minni.

 

Á Gunnlaugs sögu má líta sem dæmisögu um það hvernig farið getur ef haldið er dauðahaldi í gömul hetju- og sæmdargildi í friðsömu bændasamfélagi. Eða öllu heldur, hvernig farið getur ef ekki er hugað að dygðum á borð við sanngirni og tillitssemi í samskiptum manna. En jafnframt er þetta saga um mannlega reisn og mannlegan harm í viðsjárverðum heimi.  

Sagan er listavel skrifuð. Gamansemi og skopskyn birtist víða. Það er því létt yfir frásögninni og jafnframt má draga af henni lærdóm, m.a. um mannlega kosti og bresti. Hún mun vafalaust höfða til skólafólks á unglinga- eða framhaldsskólastigi. Njótið! :)

Í dag bjóðum við upp á nýjan skammt af þjálfunarspurningum í spyrlinum okkar sem tengjast kennslubókinni Nýir tímar eftir þá Gunnar Karlsson og Sigurð Ragnarsson. Nefnist kaflinn Jón Sigurðsson, Alþingi og lok einveldis. Spurningarnar úr þeim kafla eru 27.

Við höldum áfram þar sem frá var horfið á síðustu önn með orðskýringar í spyrlinum okkar úr frönsku kennslubókinni Scénario 1.  Í dag er það skammtur númer 14.  Eins og fyrri daginn getið þið valið um að reyna ykkur við frönsk orð og einnig snúið því við og glímt við íslensk orð yfir á frönsku.  Frábær leið til að efla orðaforðann í frönsku. 

Í dag birtum við 'Jesper Wung-Sung – Den Sidste Fyr', hluti 1. og 2. Samtals 55 spurningar. Gangi ykkur vel :)

Hrafnkels saga Freysgoða er Íslendingasaga og jafnframt frægust allra Austfirðinga sagna. Hefur hún löngum verið mönnum hugleikin, sem m. a. má sjá af því að um enga aðra Íslendingasögu hefur verið skrifað meira nema ef væri Njála. Þrátt fyrir að hún sé heldur knöpp í samanburði við margar aðrar Íslendingasögur skipa listræn efnistök og bygging henni á bekk með þeim bestu. Er hún hér boðin í rafrænni útgáfu og auðvitað er einnig hægt að prenta hana út. Sögunni fylgja orðskýringar, spurningar um innihald og svör, leiðbeiningar til kennara (umræðuefni) og upplestur. 

Þegar talnaruna endurtekur sig köllum við það lotubundin tugabrot. Í þessum myndböndum kennum við hvernig hægt er að tákna öll lotubundin tugabrot með almennum brotum með einföldum jöfnureikningi.

Þegar leysa þarf jöfnu með almennum brotum er snilldar aðferð að margfalda í kross.  Framhaldsskoli.is er með átta ný myndbönd þar sem aðferðin að margfalda íkross er útskýrð.

Það er komið að þriðja skammtinum af þjálfunarspurningum úr bókinni Almenn sálfræði – Hugur, heili og hátterni eftir þau Aldísi Guðmundsdóttur og Jörgen Pind. Í þessum skammti bjóðum við upp á 53 spurningar úr 3. kaflanum. 

Tímalínur eru aðgengileg og forvitnileg leið til að læra söguna og sjá hana í samhengi við aðra hluti. Því förum við nú af stað með safn tímalína sem hægt er að vafra um sér til fróðleiks og skemmtunar. Þá henta þær vel á skjávarpa í kennslustofu og er tilvalið að enda kennslustundir með því að skoða eitthvað sem gerðist á einhverjum tilteknum tíma. Nú þegar eru tímalínurnar orðnar sjö. Þær bera yfirheitið: Ísland og Noregur á 10. öld, Heimurinn á 10. öld, Ísland á 11. öld, Heimurinn á 11. öld, Jón Sigurðsson (19. öld), Sjálfstæðisbaráttan (19. öld) og Heimurinn á 19. öld.

Valmynd

Það getur verið gott að læra í gegnum spurningar. Hér getið þið annars vegar nálgast spurningar úr völdum námsbókum og hins vegar alls kyns spurningar til að auka almenna þekkingu ykkar.

Hér finnið þið allt það efni sem tengja má við ákveðnar námsbækur. Í sumum tilfellum getið þið einnig nálgast bækurnar sjálfar, eins og Njálu, Eglu, Laxdælu og fl.  

Stærðfræðiskýringar á íslensku

Hér getið þið sótt vandaðar skýringar á völdum atriðum í stærðfræði á myndbandi. Skýringarnar miðast enn sem komið er einkum við fyrstu áfangana (STÆ102 og STÆ 103) en við bætum nýjum skýringum við í hverjum mánuði.  

Stærðfræðiskýringar á ensku fyrir lengra komna.  Gera m.a. hornafræði, rúmfræði, deildun og heildun afar góð skil.

Sjö reyndir leiðbeinendur sem þekkja vel hvar nemendur geta átt í erfiðleikum fara yfir helstu atriði framhaldsskólastærðfræðinnar og gera m.a. hornafræði, rúmfræði, deildun og heildun afar góð skil. Lærðu og rifjaðu upp á þeim hraða og í þeirri röð sem þú kýst.

Hér getið nálgast allar helstu grunnreglur í íslenskri stafsetningu og þjálfað ykkur með því að reyna ykkur við gagnvirkar æfingar.

Málfræðin er söm við sig og á það til að vefjast fyrir fólki. Hér getið þið lært helstu reglur í íslenskri málfræði og þjálfað ykkur í völdum æfingum til að festa reglurnar betur í minni.

Við bjóðum nú upp á stórt og vandað rafbókasafn með völdum bókum sem geta komið að gagni hvort heldur í námi eða skóla lífsins.  Athugið að hér er einnig boðið upp á valdar bækur á ensku.

Við bjóðum upp á fjölbreytt efni til að hlusta á úr ýmsum áttum. Hér getið þið t. a. m. hlustað á Íslendingasögur, þjóðsögur, skáldsögur og margt fleira.

Latína gerð aðgengileg á íslenskri tungu fyrir framhaldsskólanemendum.

Hvað er framhaldsskoli.is?

Framhaldsskoli.is er ný síða fyrir nemendur þar sem boðið er upp á stuðning við valdar kennslubækur og áfanga í framhaldsskólanum.  Stuðningurinn er annars vegar tengdur völdum kennslubókum og/eða sértækum vefsíðum sem nýtast nemendum með beinum eða óbeinum hætti. 

Bókastuðningurinn felst einkum í gagnvirkum þjálfunarspurningum, flettispjöldum, rafbókum, hljóðbókum og glósum. 

Á vefsíðunum er hægt að nálgast valið efni, s.s. stærðfræðiskýringar á myndbandi, skýringar á öllum helstu málfræði- og bókmenntahugtökum, sögur í íslensku og ensku með skýringum og upplestri og margt fleira.  

Eins og gefur að skilja með nýja síðu sem þessa er hún í stöðugri þróun en við munum bæta inn nýju efni jöfnum höndum og eru allar ábendingar vel þegnar. 

Hvernig gerist ég áskrifandi?
Og hvað kostar að gerast áskrifandi?

1.490 kr á mánuði

 

Velja

12.900 kr ársgjald

Árgjald

 

Velja