Bókmenntir

Egils saga Skallagrímssonar

Egils saga Skallagrímssonar er og verður okkur Íslendingum ávallt hugleikin, enda ein af stórbrotnustu Íslendingasögunum og talin skrifuð af sjálfum Snorra Sturlusyni. Egils sögu má skipta í tvo hluta, en sá fyrri (1-27) segir sögu Kveld-Úlfs Bjálfasonar; sona hans Skalla-Gríms og Þórólfs og baráttu þeirra við norska konungsvaldið. Sá síðari segir svo sögu Egils sjálfs, af skáldinu, vígamanninum og bóndanum sem býður erlendu valdi byrginn og hefur sigur að lokum.

VALSHREIÐRIÐ eftir Einar Benediktsson

Sagan Valshreiðrið hefur af mörgum verið talin besta smásaga Einars Benediktssonar, Hana er að finna í fyrstu bók hans, Sögur og kvæði, sem kom út 1897.  Voru þrjár aðrar sögur í þeirri bók, Svikagreifinn, Gullský og Farmaðurinn; allt mjög frambærilegar sögur, þó þær séu mjög ólíkar hver annarri, Um söguna skrifaði Kristján Karlsson í  formála sínum að sögum Einars sem kom út árið 1980: ,,Valshreiðrið er á hinn bóginn svo vel skrifuð, að merking hennar liggur í sjálfum stílnum; hún er meðal allra bestu smásagna tungunnar". Já, ummælin gerast vart betri.

Grasaferð eftir Jónas Hallgrímsson

Grasaferð kom út í síðasta árgangi Fjölnis árið 1847 tveimur árum eftir lát Jónasar.  Er sagan tímamótaverk, en margir telja hana marka upphaf íslenskrar sagnagerðar á síðari tímum og að hún sé fyrsta listræna smásagan í íslenskum nútímabókmenntum.  Jónas mun hafa skrifað hana nokkru fyrr og hafa menn nefnt árin 1835 og 1836.

MÓÐIR SNILLINGSINS eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum

Árið 1910 efndi mánaðarritið Nýjar kvöldvökur á Akureyri til verðlaunakeppni um best samda smásögu, Ólöf tók þátt í keppni þessari og samdi þá söguna Móðir snillingsins. Dómnefndin ákvað sögu þessari aukaverðlaun.

Snorra-Edda: I. Prologus

Snorra-Edda er íslensk handbók í skáldskaparfræðum, samin af Snorra Sturlusyni, einhvern tíma á bilinu 1220–1230. Verkið hefst á Prologus (formála) þar sem lýst er sköpun heims, upphafi trúarbragða og tilurð hinna fornu ása. Meginmálið skiptist svo í þrjá hluta þar sem fremst fer Gylfaginning, þá Skáldskaparmál og loks Háttatal.

Snorra-Edda: II. Gylfaginning

Snorra-Edda er íslensk handbók í skáldskaparfræðum, samin af Snorra Sturlusyni, einhvern tíma á bilinu 1220–1230. Verkið hefst á Prologus (formála) þar sem lýst er sköpun heims, upphafi trúarbragða og tilurð hinna fornu ása.

Meginmálið skiptist svo í þrjá hluta þar sem fremst fer Gylfaginning, þá Skáldskaparmál og loks Háttatal.

Snorra-Edda: III. Valdir kaflar úr Skáldskaparmálum

Snorra-Edda er íslensk handbók í skáldskaparfræðum, samin af Snorra Sturlusyni, einhvern tíma á bilinu 1220–1230. Verkið hefst á Prologus (formála) þar sem lýst er sköpun heims, upphafi trúarbragða og tilurð hinna fornu ása. Meginmálið skiptist svo í þrjá hluta þar sem fremst fer Gylfaginning, þá Skáldskaparmál og loks Háttatal.

Hér birtast valdir kaflar úr Skáldskaparmálum ásamt verkefnum þar sem nemendur kynna tilteknar frásagnir úr Skáldskaparmálum frammi fyrir bekkjarfélögum.

VALSHREIÐRIÐ eftir Einar Benediktsson.

 

Sagan Valshreiðrið hefur af mörgum verið talin besta smásaga Einars Benediktssonar, Hana er að finna í fyrstu bók hans, Sögur og kvæði, sem kom út 1897.  Voru þrjár aðrar sögur í þeirri bók, Svikagreifinn, Gullský og Farmaðurinn; allt mjög frambærilegar sögur, þó þær séu mjög ólíkar hver annarri, Um söguna skrifaði Kristján Karlsson í  formála sínum að sögum Einars sem kom út árið 1980: ,,Valshreiðrið er á hinn bóginn svo vel skrifuð, að merking hennar liggur í sjálfum stílnum; hún er meðal allra bestu smásagna tungunnar". Já, ummælin gerast vart betri. Í sögunni rifjar maður upp fyrstu ást sína og hvað varð til þess að slitnaði upp úr því sambandi.  Sagan er sögð af mikilli nærfærni og hreinskilni þar sem báðar aðalpersónur sögunnar njóta sannmælis.  Umgjörð sögunnar er stórbrotin og kallast á við sjálfa ástarsöguna með nokkuð beinum og skýrum hætti. 

Snorra-Edda: I. Prologus

Snorra-Edda er íslensk handbók í skáldskaparfræðum, samin af Snorra Sturlusyni, einhvern tíma á bilinu 1220–1230. Verkið hefst á Prologus (formála) þar sem lýst er sköpun heims, upphafi trúarbragða og tilurð hinna fornu ása. Meginmálið skiptist svo í þrjá hluta þar sem fremst fer Gylfaginning, þá Skáldskaparmál og loks Háttatal.