Einar Sigurðsson í Eydölum: Valin ljóð

Einar Sigurðsson fæddist árið 1538, sonur prestshjónanna Guðrúnar Finnbogadóttur og Sigurðar Þorsteinssonar á Hrauni í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Hann átti eftir að lifa langa og viðburðaríka ævi á þeim miklu umbrotatímum sem framundan voru í íslensku þjóðlífi. Langþekktasta kvæði Einars er Kvæði af stallinum Kristí sem kallast vöggukvæði. Kvæðið er sungið sem jólasálmur og oft kennt við upphafslínu sína: Nóttin var sú ágæt ein. Það er alls 29 erindi. Kvæðið er þrungið ást og umhyggju fyrir litla Jesúbarninu sem liggur í lágum stalli, allslaus og varnarlaus eins og öll nýfædd börn.

Hljóðbók
Valin ljóð eftir Einar Sigurðsson í Eydölum

Lengd : 00:10

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:10

Egill Skallagrímsson: Höfuðlausn og Sonatorrek

Egils saga Skallagrímssonar er ein frægust allra Íslendingasagna og mun hún vera rituð á fyrri hluta 13. aldar. Hún er í stórum dráttum skáldsaga og telja menn að hún sé búin til sem umgjörð utan um vísur Egils, sem væntanlega eru þá talsvert eldri. Egill sjálfur er þungamiðja sögunnar, enda enginn hvunndagsmaður þar á ferð. Bjó hann yfir mörgum þeim eiginleikum sem kappar þess tíma þurftu að hafa til þess að geta kallast hetjur.

Hljóðbók
Höfuðlausn og Sonatorrek

Lengd : 00:15

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:15

Eggert Ólafsson: Valin ljóð

Eggert Ólafsson var einn af forvígismönnum upplýsingarinnar hér á landi og átti sinn þátt í að vekja Íslendinga til umhugsunar um stöðu sína og hvað þeir þyrftu að gera til að ná sér upp úr þeim hörmungum og doðahugsun sem honum fannst einkenna þá á 18. öld. Eggert lést langt um aldur fram en hugmyndir hans lifðu ekki síst með því að Fjölnismenn fóstruðu þær í riti sínu og héldu nafni hans á lofti.

Hljóðbók
Valin ljóð eftir Eggert Ólafsson

Lengd : 00:10

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:10

Bragi Boddason: Úr Ragnarsdrápu og um skáldið

Sagt hefur verið að Bragi Boddason sé forfaðir allra íslenskra skálda; að hann hafi fundið upp dróttkvæðan hátt og verið fyrir það afrek tekinn í goða tölu.

Hljóðbók
Úr Ragnarsdrápu og um Braga Boddason

Lengd : 00:05

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:05

Bjarni Thorarensen: Valin ljóð

Bjarni Thorarensen braut blað í sögu bókmennta Íslendinga. Hann var fyrsti skáldfulltrúi rómantísku stefnunnar hér á landi og brá ljósi á þann veg fyrir menn eins og Jónas Hallgrímsson, Grím Thomsen, Steingrím Thorsteinsson og fleiri. Þá lagði hann grunninn að hinum hástemmdu ættjarðarkvæðum sem voru einkennandi fyrir alla 19. öldina samfara baráttunni fyrir sjálfstæði frá Dönum.

Hljóðbók
Valin ljóð eftir Bjarna Thorarensen

Lengd : 00:15

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:15

Bjarni Gizurarson: Valin ljóð

Bjarni þótti á sínum tíma í hópi merkustu skálda landsins, en hann var af hinu kunna skáldakyni að austan. Var Einar skáld í Heydölum afi hans. Einar fæddist árið 1621. Foreldrar hans voru séra Gizur Gíslason að Þingmúla og kona hans Guðrún Einarsdóttir prests í Heydölum, Sigurðssonar. Þekktastur var Bjarni fyrir kvæði sitt Hrakfallabálk en það var nokkuð vinsælt um tíma og var prentað í kveri sem bar nafnið Nokkur gamankvæði og kom út árið 1832.

Hljóðbók
Valin ljóð eftir Bjarna Gizurarson

Lengd : 00:05

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:05

Arnór jarlaskáld: Úr Þorfinnsdrápu og um skáldið

Samkvæmt Boga Melsteð var Arnór sonur Þórðar skálds Kolbeinssonar og Oddnýjar eykindils í Hítárnesi. En frá Þórði segir í Bjarnar sögu Hítdælakappa. Arnór mun hafa farið utan 1034. Hann kvongaðist í Orkneyjum og skapaði sér nafn ytra sem mikið og gott skáld. Auknefni sitt fékk hann af því að yrkja um þá Þorfinn Sigurðarson og Rögnvald Brúsason sem voru jarlar í Orkneyjum.

Hljóðbók
Úr Þorfinnsdrápu og um Arnór jarlaskáld

Lengd : 00:10

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:10

Sálmar á atómöld

Sálmar á atómöld komu fyrst út sem hluti af bókinni Fagur er dalur árið 1966. Voru sálmarnir þá 49, en aldarfjórðungi síðar (1991) voru þeir gefnir út í sér bók með því nafni og hafði þeim þá fjölgað og voru orðnir 65. Sálmarnir hans Matthíasar eru ólíkir venjulegum sálmum, en hafa samt sterk trúarleg tengsl og skírskotanir. Alveg eins og Kristur fann trú sinni farveg í einföldum hvunndagshetjum, finnur Matthías trúarleit sinni stað í hversdagsleikanum. Hann upphefur hversdagsleikann og skoðar lykilhugtök trúarinnar í honum.

Netljóð I

Bókin Netljóð I er fyrsta ljóðabók Matthíasar sem eingöngu hefur verið aðgengileg á Netinu. Kom hún fyrst út á Skólavefnum árið 2008. Bókin geymir 80 ljóð eftir Matthías þar sem víða er komið við; viðfangsefnin mörg og áleitin. Hér má t.a.m. finna stemningsljóð frá ferðalögum Matthíasar innanlands og erlendis, en eins og þeir sem gerst til þekkja yrkja fáir slík stemningsljóð betur en Matthías. Þá eru stóru spurningar aldrei langt undan og skáldið veigrar sér ekki við að glíma við þær af þrótti og innsæi.

Kvæði

Eggert Ólafsson (1726-1768) orti töluvert um æfina þó svo að hann teljist ekki til stórskálda. Fjölnismenn hömpuðu honum og hafði hann mikil áhrif á þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson. Eggert var þó á engan hátt jafn mikið skáld og hann var fræðimaður og baráttumaður, og voru kvæði hans flest því marki brennd að vera farvegur fyrir skoðanir hans og baráttumál í lífinu. Þrátt fyrir að kvæði hans verði seint talinn haglega eða vel ort fá þau mikinn kraft úr eldmóðinum sem á stundum hrífur lesandann svo með sér að hann gleymir öllu öðru. Í þessari bók er að finna flest ljóða Eggerts.

Hljóðbók
Kvæði, Eggert Ólafsson

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00