Jóhann Jónsson skáld skildi ekki mikið ljóðasafn eftir er hann kvaddi þennan heim ungur að árum, en ljóð hans, ,,Söknuður” er eitt fallegasta ljóð sem ort hefur verið á íslenska tungu, og þó svo að liðin séu um áttatíu ár síðan það kom út hefur snilld þess hvergi fölnað og stendur það enn á jafntraustum grunni og þegar það var ort. Ljóðið er einnig merkilegt fyrir það að ásamt með ljóðinu Sorg eftir Jóhann Sigurjónsson er það talið marka upphaf nútíma ljóðagerðar. Nýtt og ferskt form þess olli straumhvörfum í íslenskri ljóðagerð. Jóhann varð ekki langs lífs auðið, en