Kvæði

Þrátt fyrir að nafn Benedikts Gröndals sé ekki sveipað sama ljóma og samtíðarmanna hans þeirra Matthíasar Jochumssonar og Steingríms Thorsteinssonar, var Benedikt á sínum tíma ámóta virtur og vinsæll sem skáld og þeir. Einhverra hluta vegna hefur tíminn ekki verið honum jafn hliðhollur og bæði nafn hans og verk hulin einhverju mistri fortíðar og ekki gefin mikill gaumur.  Það er mikil synd því ljóð hans búa yfir miklum töfrum og sóttu t.a.m. mörg ungskáld meira til hans en hinna tveggja.

Kvæði

Þessi bók hefur að geyma ljóðahlutann úr fyrstu bók Einars, Sögur og kvæði, sem kom út árið 1897. Einar fór ekki troðnar slóðir í skáldskap sínum og skóp sér sinn eigin persónulega stíl. Mörg ljóða hans voru mikil að vöxtum og oftast bjó að baki þeim mikil hugsun. Hann reyndi á þanþol tungunnar og smíðaði ný orð ef þess þurfti með til koma hugsun sinni rétt til skila. Myndmál hans er óvenju kröftugt og hann notaði gjarnan óvenjulegar táknmyndir sem fólk átti ekki að venjast.

Hljóðbók
Kvæði, Einar Benediktsson

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00

Hrannir

Hrannir var þriðja ljóðabók Einars Benediktssonar og kom út árið 1913, en þá voru liðin sjö ár frá útkomu bókarinnar Hafbliks (1906). Eins og fyrr er það Ísland; landið, tungan og arfurinn sem er hreyfiaflið í flestum ljóðanna. En bókin sýndi líka nýja hlið á skáldinu Einari Benediktssyni, því hún hafði að geyma sléttubanda rímu upp á nærri 160 erindi sem var Ólafs ríma Grænlendings. Þótti mörgum það skjóta skökku við og ekki samræmast því sem hann hafði gert áður.

Hljóðbók
Hrannir

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00

Hafblik

Hafblik kom út árið 1906 og var önnur frumsamda ljóðabók Einars. Áður hafði komið út eftir hann Sögur og kvæði árið 1897 og þýðing Einars á leikriti Henrik Ibsens Pétri Gaut árið 1901. Vilja margir meina að Hafblik sé ein af betri bókum Einars. Í bókinni er að finna frumsamin ljóð auk margra öndvegisþýðinga. Var bókin rökrétt framhald af fyrstu bók Einars; tónninn persónulegur og nýstárlegur og krefur lesandann um óskipta athygli. Þrátt fyrir að umfjöllunarefni ljóðanna séu á sömu nótum og í fyrri bókinni eru ljóðin á margan hátt þroskaðri og hugsunin skýrari.  

Hljóðbók
Hafblik

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00

Ljóð I

Jóhanni Gunnari Sigurðssyni var ekki skammtaður langur tími hér á jörðu.  Hann lést úr tæringu einungis 24 ára gamall og að honum gengnum urðu íslenskar bókmenntir þeim mun fátækari, ekki síst ef litið er til þess hvað hann, þrátt fyrir ungan aldur, skildi eftir sig af góðum og vönduðum kveðskap. Við ætlum á næstunni að bjóða upp á allt höfundarverk Jóhanns í þremur bindum og byrjum á bókinni LJÓÐ I, sem hefur að geyma 66 ljóð og þar af mörg af hans bestu og kunnustu ljóðum.

Hljóðbók
Ljóð I

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00

Söknuður

Jóhann Jónsson skáld skildi ekki mikið ljóðasafn eftir er hann kvaddi þennan heim ungur að árum, en ljóð hans, ,,Söknuður” er eitt fallegasta ljóð sem ort hefur verið á íslenska tungu, og þó svo að liðin séu um áttatíu ár síðan það kom út hefur snilld þess hvergi fölnað og stendur það enn á jafntraustum grunni og þegar það var ort.  Ljóðið er einnig merkilegt fyrir það að  ásamt með ljóðinu Sorg eftir Jóhann Sigurjónsson er það talið marka upphaf nútíma ljóðagerðar.  Nýtt og ferskt form þess olli straumhvörfum í íslenskri ljóðagerð.  Jóhann varð ekki langs lífs auðið, en

Hljóðbók
Söknuður

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00

Stúlka

Bókin „Stúlka“ eftir Júlíönu Jónsdóttur frá Akureyjum er fyrsta ljóðabókin sem gefin var út eftir konu á Íslandi og það eitt og sér væri nóg til að allir áhugamenn um íslenskar bókmenntir ættu að þekkja til hennar.   En að því slepptu, þá er bókin líka ágæt sem slík og greinilegt að Júlíana kann vel til verka og býr yfir frumleika og næmni sem margir samtíðarmanna hennar áttu ekki í fórum sínum.   Af ljóðum Júlíönu má sjá að hún er vel lesin og þekkir vel til eldri skálda og sækir t. a. m.

Ljóð

Ljóð Ólafar eru brennd marki erfiðs uppvaxtar og þeirra viðja sem ónógt frelsi bindur, en þó eru ljóð hennar persónulegri en tíðkaðist og sjónarhornið annað en hjá t.a.m.

Hljóðbók
Ljóð

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00

Þyrnar

Þó svo að Þorsteinn hafi ort mikið frá unga aldri var það fyrst árið 1897 að ljóð hans voru birt á bók. Var það fyrir tilverknað Odds Björnssonar á Akureyri, en bókin fékk nafnið ,,Þyrnar”. Framan af voru ljóð Þorsteins hefðbundin í stíl og umgerð, og hann sótti yrkisefnin í sveitina og landið. Áhrif frá Steingrími Thorsteinssyni og Benedikt Gröndal leyndu sér ekki.  Í Kaupmannahöfn kynntist Þorsteinn sósíalisma sem hann tók fagnandi og afneitaði af sömu ákefð kristinni trú.

Hljóðbók
Þyrnar

Lengd : 00:00

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:00

Illgresi

Fyrstu ljóð Magnúsar (Örn Arnarson) birtust í Eimreiðinni árið 1920. Hlutu þau afar jákvæðar viðtökur og fjórum árum síðar kom út ljóðabókin Illgresi. Hefur hún oft verið endurútgefin og þá breytt og bætt eins og gengur. Útgáfan sem hér birtist er frá árinu 1927 (þriðja útgáfa). Illgresi fékk strax ágæta dóma og seldist upp á skömmum tíma. Eins og í Eimreiðinni kvittaði Magnús ekki fyrir ljóðin með eigin nafni heldur dulnefninu Örn Arnarson.