Eiríks saga rauða

Eiríks saga rauða segir frá landnámi norrænna manna á Grænlandi og landafundum í Vesturheimi. Mun hún skráð snemma á 13. öld og er höfundur hennar ókunnur. Í flestum megindráttum mun Eiríks saga vera skáldskapur en byggir þó á sönnum atburðum, er eiginlega ofin inn í atburði sem áttu sér stað í raunveruleikanum. Þó svo að nafn sögunnar gefi til kynna að hún fjalli í megindráttum um Eirík Þorvaldsson hinn rauða, er því öðruvísi farið í sjálfri sögunni. Honum eru eiginlega ekki gerð mikil og góð skil nema í tveimur köflum.

Hljóðbók
Eiríks saga rauða

Lengd : 00:56

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:56

Egils saga Skallagrímssonar

Egils saga Skallagrímssonar er og verður okkur Íslendingum ávallt hugleikin, enda ein af stórbrotnustu Íslendingasögunum og talin skrifuð af sjálfum Snorra Sturlusyni. Egils sögu má skipta í tvo hluta, en sá fyrri (1-27) segir sögu Kveld-Úlfs Bjálfasonar; sona hans Skalla-Gríms og Þórólfs og baráttu þeirra við norska konungsvaldið. Sá síðari segir svo sögu Egils sjálfs, af skáldinu, vígamanninum og bóndanum sem býður erlendu valdi byrginn og hefur sigur að lokum. 

Hljóðbók
Egils saga Skallagrímssonar

Lengd : 07:28

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 07:28

Brennu-Njáls saga

Brennu-Njáls saga, eða Njála eins og hún er kölluð, þarfnast engrar kynningar við. Flestir Íslendingar vita af henni og hvaða sess hún hefur í bókmenntum vorum. Sagan hefur að geyma margar af helstu hetjum fortíðarinnar, fólk eins og þau Njál og Bergþóru, Gunnar og Hallgerði langbrók, Kára Sölmundarson og hinn stórbrotna Skarphéðin Njálsson. Þá má ekki gleyma einum helsta skúrki íslenskra bókmennta, Merði Valgarðssyni.

Hljóðbók
Brennu-Njáls saga

Lengd : 12:39

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 12:39

Bárðar saga Snæfellsáss

Bárðar saga Snæfellsáss er talin rituð á fyrri hluta 14. aldar og telst því með yngri Íslendingasögum, enda má jafnvel segja að hún sé meir í ætt við riddarasögur og fornaldarsögur Norðurlanda. Hún segir frá Bárði Dumbssyni af ætt bergbúa, sem flýr Noreg og sest að undir Snæfellsjökli á Íslandi. Lendir hann í ýmsum ævintýrum en á endanum hverfur hann inn í jökulinn og gerist einn af landvættum Íslands. Sagan er sögð í ýkjustíl, en höfundi hennar tekst þó ótrúlega vel að halda í ákveðinn trúverðugleika og úr verður hin skemmtilegasta lesning.